Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. desember 2025 20:17 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Samsett Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar. Í októbermánuði lagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, til að leggja niður vörugjöld á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku. Samhliða því ætti að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fyrirhugaðar breytingar myndu taka gildi um áramótin. Greint var frá á Vísi að óvenju margir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi. Tillagan geti valdið verulegum hækkunum á tvinnbílum, tengiltvinnbílum, hefðbundnum bensín- og dísilbílum og minni vörubifreiðum. Á móti kemur mun verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, ræddi aukninguna í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir bæði almenning og bílaleigur vera í ákveðnu limbói þar sem ekki sé búið að tilkynna formlega að þessar breytingar muni eiga sér stað. „Þetta var 17. október og síðan hefur ekkert gerst neitt opinberlega, við vitum ekki hvort tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem komu og hver er endanleg niðurstaða. Tíminn líður og við erum farin að nálgast áramótin og það eru allir í limbói um hvernig bíla eigi að panta á næsta ári.“ Sala á rafmagnsbílum fjórfaldast Hins vegar hafi sala á rafmagnsbílum aukist gríðarlega milli ára, eða fjórfaldast. Bæði einstaklingar og fyrirtæki séu að festa kaup á rafbílum. Þeir séu einnig að kaupa tengiltvinnbíla en að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeiganda, muni boðaðar breytingar bitna illa á tengitvinnbílum þar sem enn sé verið að meta koltvísýringsútlosun þeirra. Egill telur að aukningin stafi af tveimur hlutum, annars vegar lægri orkustyrk og hins vegar sé aukinn meðbyr með rafbílum, sem verða vinsælli með betri innviðum og lengri drægni. Hleðslustöðvum hafi fjölgað á síðustu árum og bílar komist jafnvel sex til sjö hundruð kílómetra á einni hleðslu. Boðaðar breytingar ráðherrans eiga ekki að hafa áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa en hámark hans mun þó lækka úr níu hundruð þúsund krónum á næsta ári í fimm hundruð þúsund krónur. Því geti talist líklegt að landsmenn og fyrirtæki séu að nýta styrkinn áður en hann lækkar. „Við erum núna að fara yfir á rafbílana og ég spái að með þessum breytingum sem við förum í á næsta ári verði rafbílar ekki undir áttatíu prósentum af sölunni,“ segir Egill og bætir við að árið 2027 verði talan jafnvel komin upp í níutíu prósent. Bílaleigurnar ekki eins rafvæddar Bílaleigurnar eru þó ekki í jafn mikilli rafbílavæðingu og landsmenn. Egill segir það skiljanlegt þar sem ekki sé víst hvort túristar leitist í að leigja slíka bíla. „Auðvitað er það skiljanlegt að mörgu leyti að túristinn sé auðvitað að koma frá löndum þar sem rafbílavæðingin er ekki komin eins langt. Hann er kannski hræddari ef hann er að koma í fjögurra daga helgarreisu, þá þorir hann ekki að taka sénsinn.“ Hann telur þó að með tímanum muni bílaleigurnar einnig slást í hópinn. Bílaleigur Bílar Vistvænir bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í októbermánuði lagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, til að leggja niður vörugjöld á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku. Samhliða því ætti að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fyrirhugaðar breytingar myndu taka gildi um áramótin. Greint var frá á Vísi að óvenju margir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi. Tillagan geti valdið verulegum hækkunum á tvinnbílum, tengiltvinnbílum, hefðbundnum bensín- og dísilbílum og minni vörubifreiðum. Á móti kemur mun verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, ræddi aukninguna í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir bæði almenning og bílaleigur vera í ákveðnu limbói þar sem ekki sé búið að tilkynna formlega að þessar breytingar muni eiga sér stað. „Þetta var 17. október og síðan hefur ekkert gerst neitt opinberlega, við vitum ekki hvort tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem komu og hver er endanleg niðurstaða. Tíminn líður og við erum farin að nálgast áramótin og það eru allir í limbói um hvernig bíla eigi að panta á næsta ári.“ Sala á rafmagnsbílum fjórfaldast Hins vegar hafi sala á rafmagnsbílum aukist gríðarlega milli ára, eða fjórfaldast. Bæði einstaklingar og fyrirtæki séu að festa kaup á rafbílum. Þeir séu einnig að kaupa tengiltvinnbíla en að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeiganda, muni boðaðar breytingar bitna illa á tengitvinnbílum þar sem enn sé verið að meta koltvísýringsútlosun þeirra. Egill telur að aukningin stafi af tveimur hlutum, annars vegar lægri orkustyrk og hins vegar sé aukinn meðbyr með rafbílum, sem verða vinsælli með betri innviðum og lengri drægni. Hleðslustöðvum hafi fjölgað á síðustu árum og bílar komist jafnvel sex til sjö hundruð kílómetra á einni hleðslu. Boðaðar breytingar ráðherrans eiga ekki að hafa áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa en hámark hans mun þó lækka úr níu hundruð þúsund krónum á næsta ári í fimm hundruð þúsund krónur. Því geti talist líklegt að landsmenn og fyrirtæki séu að nýta styrkinn áður en hann lækkar. „Við erum núna að fara yfir á rafbílana og ég spái að með þessum breytingum sem við förum í á næsta ári verði rafbílar ekki undir áttatíu prósentum af sölunni,“ segir Egill og bætir við að árið 2027 verði talan jafnvel komin upp í níutíu prósent. Bílaleigurnar ekki eins rafvæddar Bílaleigurnar eru þó ekki í jafn mikilli rafbílavæðingu og landsmenn. Egill segir það skiljanlegt þar sem ekki sé víst hvort túristar leitist í að leigja slíka bíla. „Auðvitað er það skiljanlegt að mörgu leyti að túristinn sé auðvitað að koma frá löndum þar sem rafbílavæðingin er ekki komin eins langt. Hann er kannski hræddari ef hann er að koma í fjögurra daga helgarreisu, þá þorir hann ekki að taka sénsinn.“ Hann telur þó að með tímanum muni bílaleigurnar einnig slást í hópinn.
Bílaleigur Bílar Vistvænir bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira