Velferðarþjónusta öryggis, virðingar og mannréttinda Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun