Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi 20. mars 2012 00:00 við skólann Ozar Hatorah-skólinn fyrir gyðinga er í norðausturhluta Toulouse. Lögreglumenn rannsökuðu vettvanginn í gær. fréttablaðið/ap Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira