11 búnar í aðgerð 22. mars 2012 07:00 Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa 11 konur farið í aðgerð á Landspítalanum þar sem PIP-púðar voru fjarlægðir úr brjóstum þeirra. Á göngudeild hafa komið um 75 til 80 konur og búið er að bóka göngudeildartíma fram í apríl. Alls eru áætlaðar 32 aðgerðir í þessum mánuði. Ekki er ljóst hversu margar af þeim, sem búnar eru að fara í aðgerð, voru með leka púða. Níu konur sem komið hafa í ómskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands eru með heilar PIP-fyllingar, en sílíkon í eitlum. Það skýrist af því að þær hafa fengið sér nýja púða á síðustu tíu árum, en þeir gömlu hafi lekið og sílíkonið ekki fjarlægt. Samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands er 151 kona sem komið hefur í ómskoðun með lekar PIP-brjóstafyllingar, sem gerir hlutfallið 61 prósent. Alls hafa 253 konur komið í skoðun af þeim 393 sem fengu bréf frá ráðuneytinu á sínum tíma. 92 konur eru með heila púða og ein er án fyllinga. Sú kona er búin að láta fjarlægja úr sér leka púða en vildi láta kanna hvort sílíkonið hefði lekið í eitla. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Jens Kjartansson lýtalæknir sendi þeim konum bréf sem fengu hjá honum PIP-brjóstafyllingar fyrir árið 2000 og láti þær vita að púðarnir gætu mögulega verið gallaðir. Er þetta gert í ljósi þess að frönsk yfirvöld sendu nýverið frá sér yfirlýsingu um að ekki sé hægt að útiloka að PIP-púðar sem framleiddir voru fyrir árið 2000 séu gallaðir. Fram til þessa var einungis þeim konum sem fengu fyllingar á tímabilinu 2000 til 2011 boðið að láta fjarlægja þær. Ekki liggur fyrir hversu margar konur hafa fengið púðana frá árinu 1992, þegar framleiðsla hófst, en þær eru ekki taldar margar.- sv PIP-brjóstapúðar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa 11 konur farið í aðgerð á Landspítalanum þar sem PIP-púðar voru fjarlægðir úr brjóstum þeirra. Á göngudeild hafa komið um 75 til 80 konur og búið er að bóka göngudeildartíma fram í apríl. Alls eru áætlaðar 32 aðgerðir í þessum mánuði. Ekki er ljóst hversu margar af þeim, sem búnar eru að fara í aðgerð, voru með leka púða. Níu konur sem komið hafa í ómskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands eru með heilar PIP-fyllingar, en sílíkon í eitlum. Það skýrist af því að þær hafa fengið sér nýja púða á síðustu tíu árum, en þeir gömlu hafi lekið og sílíkonið ekki fjarlægt. Samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands er 151 kona sem komið hefur í ómskoðun með lekar PIP-brjóstafyllingar, sem gerir hlutfallið 61 prósent. Alls hafa 253 konur komið í skoðun af þeim 393 sem fengu bréf frá ráðuneytinu á sínum tíma. 92 konur eru með heila púða og ein er án fyllinga. Sú kona er búin að láta fjarlægja úr sér leka púða en vildi láta kanna hvort sílíkonið hefði lekið í eitla. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Jens Kjartansson lýtalæknir sendi þeim konum bréf sem fengu hjá honum PIP-brjóstafyllingar fyrir árið 2000 og láti þær vita að púðarnir gætu mögulega verið gallaðir. Er þetta gert í ljósi þess að frönsk yfirvöld sendu nýverið frá sér yfirlýsingu um að ekki sé hægt að útiloka að PIP-púðar sem framleiddir voru fyrir árið 2000 séu gallaðir. Fram til þessa var einungis þeim konum sem fengu fyllingar á tímabilinu 2000 til 2011 boðið að láta fjarlægja þær. Ekki liggur fyrir hversu margar konur hafa fengið púðana frá árinu 1992, þegar framleiðsla hófst, en þær eru ekki taldar margar.- sv
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira