Vonandi fyrst til að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2012 07:45 Margrét og þjálfarinn. Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér ásamt Bernd Schröder, þjálfara Potsdam, sem hún segir að hafi trú á sér. Mynd/NordicPhotos/Bongarts Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Það lítur allt miklu betur út hjá landsliðskonunni Margréti Láru Viðarsdóttur eftir erfiðar vikur upp á síðkastið þar sem meiðsli hennar tóku sig upp aftur. Þjálfarinn missti sig í fjölmiðlum og Margét missti bæði af landsleikjum og leikjum Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin í gær þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Turbine Potsdam vann samanlagt 5-0. Gott að komast inn á völlinn„Þetta er bara frábært að við erum komnar áfram. Við spiluðum mjög vel í báðum þessum leikjum og í raun átti þetta rússneska lið aldrei möguleika. Nú bíða Evrópumeistarar Lyon í undanúrslitunum," segir Margrét Lára sem var ánægð með leikinn. „Mér gekk bara vel. Ég var að finna mig vel og fékk einhverjar tuttugu mínútur. Það var gott að komast inn á völlinn aftur því ég er búin að vera svolítið frá. Það er alltaf erfitt að koma inn á og fá smá spilatíma. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig og meiðslin verði til friðs," segir Margrét Lára. „Þetta er svolítið undir meiðslunum komið. Þetta lítur betur út. Ég er búin að vera í hópnum í síðustu tveimur leikjum og þetta er allt að koma. Ef við náum að stjórna álaginu á mér þá er þetta hægt og mér eru þá allir vegir færir," segir Margrét Lára. Karlinn hefur trú á mérBernd Schröder, þjálfari hennar hjá þýska liðinu, var mjög óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum eftir að hún meiddist og hélt því fram að það virtist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi. „Ég hef ekkert um það mál að segja. Ég er bara hérna til að æfa og spila og ætla bara að halda áfram að einbeita mér að því," segir Margrét Lára en er Schröder nokkuð leiðinlegur við hana? „Hann er fínn karlinn. Það eru gerðar kröfur hér en ég veit að hann hefur mikla trú á mér og ég fer með það með mér í hvern leik og á hverja æfingu. Svo vonum við bara að meiðslin séu til friðs og ég geti farið að spila fleiri mínútur með hverjum leik. Það eru öðruvísi áherslur hér en maður er vanur en ég held að það sé bjart fram undan. Við erum að berjast um titla á öllum vígstöðvum og þetta er bara gaman," segir Margrét Lára. „Ég var á rosalega góðu róli í undirbúningsleikjunum og það gekk rosalega vel. Ég held að ég hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu. Maður missir samt alltaf spilaform og annað þegar maður spilar ekki í tvær til þrjár vikur. Það er eitthvað sem ég get vonandi unnið í næstu daga og vikur. Ef þeir eru tilbúnir að stjórna álaginu á mér þá hef ég engar áhyggjur," segir Margrét. Þurfa að æfa eins og meistarar„Það er mikið eftir og eins og þjálfarinn segir þá þurfum við að æfa eins og meistarar á hverjum degi og vinna fyrir þessu," segir Margrét Lára en hún varð í gær fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem kemst svona langt. „Ég er stolt af því og vonandi get ég líka orðið fyrst til að vinna Meistaradeildina," segir Margrét Lára. Turbine Potsdam mætir næst Essen í þýsku deildinni. „Það er búið að vera mikið álag á mannskapnum og það er spurning hvort það fái ekki einhver ný andlit að spreyta sig á sunnudaginn. Það væri gaman," segir Margrét Lára að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Það lítur allt miklu betur út hjá landsliðskonunni Margréti Láru Viðarsdóttur eftir erfiðar vikur upp á síðkastið þar sem meiðsli hennar tóku sig upp aftur. Þjálfarinn missti sig í fjölmiðlum og Margét missti bæði af landsleikjum og leikjum Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin í gær þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Turbine Potsdam vann samanlagt 5-0. Gott að komast inn á völlinn„Þetta er bara frábært að við erum komnar áfram. Við spiluðum mjög vel í báðum þessum leikjum og í raun átti þetta rússneska lið aldrei möguleika. Nú bíða Evrópumeistarar Lyon í undanúrslitunum," segir Margrét Lára sem var ánægð með leikinn. „Mér gekk bara vel. Ég var að finna mig vel og fékk einhverjar tuttugu mínútur. Það var gott að komast inn á völlinn aftur því ég er búin að vera svolítið frá. Það er alltaf erfitt að koma inn á og fá smá spilatíma. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig og meiðslin verði til friðs," segir Margrét Lára. „Þetta er svolítið undir meiðslunum komið. Þetta lítur betur út. Ég er búin að vera í hópnum í síðustu tveimur leikjum og þetta er allt að koma. Ef við náum að stjórna álaginu á mér þá er þetta hægt og mér eru þá allir vegir færir," segir Margrét Lára. Karlinn hefur trú á mérBernd Schröder, þjálfari hennar hjá þýska liðinu, var mjög óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum eftir að hún meiddist og hélt því fram að það virtist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi. „Ég hef ekkert um það mál að segja. Ég er bara hérna til að æfa og spila og ætla bara að halda áfram að einbeita mér að því," segir Margrét Lára en er Schröder nokkuð leiðinlegur við hana? „Hann er fínn karlinn. Það eru gerðar kröfur hér en ég veit að hann hefur mikla trú á mér og ég fer með það með mér í hvern leik og á hverja æfingu. Svo vonum við bara að meiðslin séu til friðs og ég geti farið að spila fleiri mínútur með hverjum leik. Það eru öðruvísi áherslur hér en maður er vanur en ég held að það sé bjart fram undan. Við erum að berjast um titla á öllum vígstöðvum og þetta er bara gaman," segir Margrét Lára. „Ég var á rosalega góðu róli í undirbúningsleikjunum og það gekk rosalega vel. Ég held að ég hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu. Maður missir samt alltaf spilaform og annað þegar maður spilar ekki í tvær til þrjár vikur. Það er eitthvað sem ég get vonandi unnið í næstu daga og vikur. Ef þeir eru tilbúnir að stjórna álaginu á mér þá hef ég engar áhyggjur," segir Margrét. Þurfa að æfa eins og meistarar„Það er mikið eftir og eins og þjálfarinn segir þá þurfum við að æfa eins og meistarar á hverjum degi og vinna fyrir þessu," segir Margrét Lára en hún varð í gær fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem kemst svona langt. „Ég er stolt af því og vonandi get ég líka orðið fyrst til að vinna Meistaradeildina," segir Margrét Lára. Turbine Potsdam mætir næst Essen í þýsku deildinni. „Það er búið að vera mikið álag á mannskapnum og það er spurning hvort það fái ekki einhver ný andlit að spreyta sig á sunnudaginn. Það væri gaman," segir Margrét Lára að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira