Til skoðunar að afturkalla veiðiheimild Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. apríl 2012 11:00 Húsleit í gangi Fyrir helgi gerðu starfsmenn sérstaks saksóknara húsleit í húsakynnum Samherja í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira