Það er nefnilega vitlaust gefið Margrét Kristmannsdóttir skrifar 5. apríl 2012 06:00 Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónustunni. Þetta er í raun stórmerkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. Í ársbyrjun fékk SVÞ hagfræðing sem þekkir mjög vel til fjárlagagerðar til að fara yfir fjárlög ársins 2012 og taka saman þá fjármuni sem hið opinbera veitir til hinna ýmsu atvinnugreina. Í neðangreindri töflu sést málið í hnotskurn. Á meðan sumar atvinnugreinar fá úthlutað hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum komast verslun og þjónusta ekki einu sinni á fjárlög. Þar er bara eitt stórt núll. Til að fyrirbyggja misskilning skal því þó haldið til haga að við erum ekki að sjá ofsjónum yfir öllum þeim fjármunum sem veittir eru til annarra atvinnugreina, enda margir nauðsynlegir til að efla íslenskt atvinnulíf í lengd og bráð. Hins vegar geta verslun og þjónusta ekki sætt sig við að fá ekkert, þegar aðrar atvinnugreinar fá gríðarlegar fjárhæðir og hafa sumar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Meðal verkefna Rannsóknarsetursins er mánaðarleg vinnsla og birting svokallaðrar smásöluvísitölu, sem sýnir þróun í helstu geirum verslunar á milli mánaða og er mikilvægt stjórntæki í rekstri smásöluverslana. Undanfarin ár hefur efnahags- og viðskiptaráðherra tryggt 2½ milljón til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem þó er vel innan við 10% af rekstrarkostnaði setursins. Eftir áralanga baráttu hefur okkur ekki enn tekist að koma þessu framlagi inn á fjárlög og árlega þarf að stóla á velvilja ráðherra þar sem þessir fjármunir hafa ætíð komið af skúffupeningum hans. Á hverju ári og með hverjum nýjum ráðherra hefst því sama raunagangan – að sannfæra ráðherra um að leggja Rannsóknarsetrinu til tekjur. Þessa árlegu bónleið þurfa verslun og þjónusta að fara fyrir 2½ milljón á meðan sumar atvinnugreinar virðast vera í svo til fyrirhafnarlausri áskrift upp á milljarða. Þegar nýtt atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa á komandi mánuðum munu verslun og þjónusta vænta leiðréttingar enda mun einn og sami ráðherra vart geta úthlutað einni atvinnugrein milljörðum á sama tíma og önnur fær ekkert. Ef sú krafa verður áfram gerð til okkar að við kostum að mestu okkar eigin rannsóknir hlýtur að vera eðlilegt að það sama gildi um aðrar atvinnugreinar í landinu. Alþingismenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaga komast ekki hjá því lengur að horfast í augu við þann ójöfnuð og skekkju sem hefur verið að byggjast upp á milli atvinnugreina undanfarna áratugi. Eða telur einhver að hægt sé að verja þetta ástand mikið lengur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónustunni. Þetta er í raun stórmerkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. Í ársbyrjun fékk SVÞ hagfræðing sem þekkir mjög vel til fjárlagagerðar til að fara yfir fjárlög ársins 2012 og taka saman þá fjármuni sem hið opinbera veitir til hinna ýmsu atvinnugreina. Í neðangreindri töflu sést málið í hnotskurn. Á meðan sumar atvinnugreinar fá úthlutað hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum komast verslun og þjónusta ekki einu sinni á fjárlög. Þar er bara eitt stórt núll. Til að fyrirbyggja misskilning skal því þó haldið til haga að við erum ekki að sjá ofsjónum yfir öllum þeim fjármunum sem veittir eru til annarra atvinnugreina, enda margir nauðsynlegir til að efla íslenskt atvinnulíf í lengd og bráð. Hins vegar geta verslun og þjónusta ekki sætt sig við að fá ekkert, þegar aðrar atvinnugreinar fá gríðarlegar fjárhæðir og hafa sumar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Meðal verkefna Rannsóknarsetursins er mánaðarleg vinnsla og birting svokallaðrar smásöluvísitölu, sem sýnir þróun í helstu geirum verslunar á milli mánaða og er mikilvægt stjórntæki í rekstri smásöluverslana. Undanfarin ár hefur efnahags- og viðskiptaráðherra tryggt 2½ milljón til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem þó er vel innan við 10% af rekstrarkostnaði setursins. Eftir áralanga baráttu hefur okkur ekki enn tekist að koma þessu framlagi inn á fjárlög og árlega þarf að stóla á velvilja ráðherra þar sem þessir fjármunir hafa ætíð komið af skúffupeningum hans. Á hverju ári og með hverjum nýjum ráðherra hefst því sama raunagangan – að sannfæra ráðherra um að leggja Rannsóknarsetrinu til tekjur. Þessa árlegu bónleið þurfa verslun og þjónusta að fara fyrir 2½ milljón á meðan sumar atvinnugreinar virðast vera í svo til fyrirhafnarlausri áskrift upp á milljarða. Þegar nýtt atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa á komandi mánuðum munu verslun og þjónusta vænta leiðréttingar enda mun einn og sami ráðherra vart geta úthlutað einni atvinnugrein milljörðum á sama tíma og önnur fær ekkert. Ef sú krafa verður áfram gerð til okkar að við kostum að mestu okkar eigin rannsóknir hlýtur að vera eðlilegt að það sama gildi um aðrar atvinnugreinar í landinu. Alþingismenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaga komast ekki hjá því lengur að horfast í augu við þann ójöfnuð og skekkju sem hefur verið að byggjast upp á milli atvinnugreina undanfarna áratugi. Eða telur einhver að hægt sé að verja þetta ástand mikið lengur?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar