Dómstólaleið: Til upprifjunar Ögmundur Jónasson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dómstólaleið í Icesave; verið samningamenn eða dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu dómstólaleiðina fengið sínu framgengt! Þannig var þetta náttúrlega ekki. Icesave-skuldbindingarnar átti að greiða úr þrotabúi Landsbankans eða eftir atvikum úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta. En eins og við vitum varð reyndin sú, að til að skapa traust á eigin fjármálakerfi, greiddu Bretar og Hollendingar upp tap innistæðueigenda innan sinna landamæra. Síðan reyndu bresk og hollensk stjórnvöld að þröngva okkur til samninga um endurgreiðslur með ríflegum vöxtum að viðbættum tilkostnaði þeirra við samningaumleitanir! Rökrétt svar Íslendinga var eftirfarandi: Ef þið teljið ykkur eiga fjárkröfu á íslenska ríkið í staðinn fyrir viðkomandi banka og Tryggingarsjóð innstæðueigenda, þá eigið þið að leita réttar ykkar fyrir dómstólum. Hvaða dómstólar væru það? Héraðsdómur Reykjavíkur, hvort sem væri gagnvart Landsbankanum sem á heima í Reykjavík eða íslenskum skattborgurum því þar er varnarþing íslenska ríkisins. En þetta var hægara sagt en gert. Í samningaviðræðum um Icesave vildu Bretar og Hollendingar að þeir hefðu forræði um dómsmálið og gætu ákveðið að fara með það fyrir evrópskan dómstól sem yrði úrskurðaraðili en ekki íslenskir dómstólar. Við sögðum á hinn bóginn að íslenskur dómstóll ætti að dæma en að illmögulegt yrði að meina stefnanda að óska eftir áliti frá EFTA-dómstólnum ef hann krefðist þess. Það yrði þó aldrei meira en álitsgerð. Þau sem lögðust gegn þvingunarsamningum Breta og Hollendinga litu aldrei á það sem sérstaka óskastöðu fyrir íslenska skattgreiðendur að lenda í deilum fyrir rétti. En þeim sem teldu á sér brotið væri hins vegar í lófa lagið að leita réttar síns fyrir dómstólum í stað þess að beita ofbeldi í krafti valds hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða hjá Evrópusambandinu eins og gert var. Ef Bretar og Hollendingar teldu sig eiga fjárkröfur á íslenska ríkið vegna innistæðna í gjaldþrota einkabanka, þá ættu þeir að snúa sér til Héraðsdóms Reykjavíkur. Það væri vissulega dómstólaleið sem þessi ríki gætu farið. Þar með væri þó ekki lögð blessun yfir rangláta kröfugerð þeirra. Hinn eðlilegi farvegur væri þrotabús- og innstæðutryggingarsjóðsleið! Nú hefur framkvæmdastjórn ESB bætt gráu ofan á svart með aðkomu sinni að málshöfðun gegn Íslandi. Það breytir því ekki að niðurstaðan verður ekki ráðin í Brussel heldur í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dómstólaleið í Icesave; verið samningamenn eða dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu dómstólaleiðina fengið sínu framgengt! Þannig var þetta náttúrlega ekki. Icesave-skuldbindingarnar átti að greiða úr þrotabúi Landsbankans eða eftir atvikum úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta. En eins og við vitum varð reyndin sú, að til að skapa traust á eigin fjármálakerfi, greiddu Bretar og Hollendingar upp tap innistæðueigenda innan sinna landamæra. Síðan reyndu bresk og hollensk stjórnvöld að þröngva okkur til samninga um endurgreiðslur með ríflegum vöxtum að viðbættum tilkostnaði þeirra við samningaumleitanir! Rökrétt svar Íslendinga var eftirfarandi: Ef þið teljið ykkur eiga fjárkröfu á íslenska ríkið í staðinn fyrir viðkomandi banka og Tryggingarsjóð innstæðueigenda, þá eigið þið að leita réttar ykkar fyrir dómstólum. Hvaða dómstólar væru það? Héraðsdómur Reykjavíkur, hvort sem væri gagnvart Landsbankanum sem á heima í Reykjavík eða íslenskum skattborgurum því þar er varnarþing íslenska ríkisins. En þetta var hægara sagt en gert. Í samningaviðræðum um Icesave vildu Bretar og Hollendingar að þeir hefðu forræði um dómsmálið og gætu ákveðið að fara með það fyrir evrópskan dómstól sem yrði úrskurðaraðili en ekki íslenskir dómstólar. Við sögðum á hinn bóginn að íslenskur dómstóll ætti að dæma en að illmögulegt yrði að meina stefnanda að óska eftir áliti frá EFTA-dómstólnum ef hann krefðist þess. Það yrði þó aldrei meira en álitsgerð. Þau sem lögðust gegn þvingunarsamningum Breta og Hollendinga litu aldrei á það sem sérstaka óskastöðu fyrir íslenska skattgreiðendur að lenda í deilum fyrir rétti. En þeim sem teldu á sér brotið væri hins vegar í lófa lagið að leita réttar síns fyrir dómstólum í stað þess að beita ofbeldi í krafti valds hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða hjá Evrópusambandinu eins og gert var. Ef Bretar og Hollendingar teldu sig eiga fjárkröfur á íslenska ríkið vegna innistæðna í gjaldþrota einkabanka, þá ættu þeir að snúa sér til Héraðsdóms Reykjavíkur. Það væri vissulega dómstólaleið sem þessi ríki gætu farið. Þar með væri þó ekki lögð blessun yfir rangláta kröfugerð þeirra. Hinn eðlilegi farvegur væri þrotabús- og innstæðutryggingarsjóðsleið! Nú hefur framkvæmdastjórn ESB bætt gráu ofan á svart með aðkomu sinni að málshöfðun gegn Íslandi. Það breytir því ekki að niðurstaðan verður ekki ráðin í Brussel heldur í Reykjavík.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar