Erlent

Murdoch neitar öllum sökum

Rupert Murdoch Yfirheyrslur yfir Rupert og James Murdoch standa yfir þessa vikuna í London.nordicphotos/AFP
Rupert Murdoch Yfirheyrslur yfir Rupert og James Murdoch standa yfir þessa vikuna í London.nordicphotos/AFP
Ástralski fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch neitar því að hafa þegið neinn greiða frá valdamiklum mönnum, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hans.

„Ég hef aldrei beðið forsætisráðherra um nokkurn skapaðan hlut," sagði hann meðal annars í yfirheyrslum hjá breskri þingnefnd, sem er að rannsaka tengsl breskra stjórnmálamanna við fjölmiðlana.

Hann neitar því sömuleiðis að hafa stýrt stjórnmálaumfjöllun fjölmiðla sinna. Hann neitar því að hafa beitt áhrifavaldi fjölmiðla sinna til þess að hagnast í viðskiptum. „Þú gerir þér nákvæmlega enga grein fyrir þeim efnahagslega ávinningi sem fyrirtæki þitt hefur af því að tiltekinn stjórnmálaflokkur vinni sigur? Er það virkilega afstaða þín?" spurði einn nefndarmanna.

„Já," sagði Murdoch. „Algerlega." Hann neitar því enn fremur að dregið hafi úr gæðum blaða hans eftir að hann eignaðist þau.

„The Sun hefur aldrei verið jafngott blað og núna," sagði hann. „Ég get ekki sagt það sama um keppinauta mína." Yfirheyrslur yfir honum og syni hans, James Murdoch, standa út vikuna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×