Taylor sakfelldur fyrir stríðsglæpi 27. apríl 2012 00:30 Sakfelldur í Haag Íbúar í Síerra Leóne fylgdust með beinni útsendingu frá réttarhöldunum.nordicphotos/AFP Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldómari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpaverkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, limlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá uppreisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvarandi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraftmikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dregið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa," segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar." „Ég er feginn því að sannleikurinn sé kominn í ljós," segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líberíu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnarsveitir hans frömdu í borgarastyrjöldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Síerra Leóne var stofnaður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldómari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpaverkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, limlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá uppreisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvarandi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraftmikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dregið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa," segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar." „Ég er feginn því að sannleikurinn sé kominn í ljós," segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líberíu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnarsveitir hans frömdu í borgarastyrjöldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Síerra Leóne var stofnaður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira