Ingimundur: Eigum óklárað verkefni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. maí 2012 07:00 Ingimundur og Sturla kátir í Breiðholtinu með þjálfaranum, Bjarka Sigurðssyni. .fréttablaðið/ernir ÍR verður nýliði í N1-deild karla næsta vetur og fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar silfurmennirnir Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er mikill hvalreki fyrir ÍR enda um að ræða tvo af bestu leikmönnum N1-deildarinnar. Þeir félagar vona að fleiri leikmenn muni í kjölfarið ganga í raðir ÍR. „Okkur langaði alltaf að fara heim. Þegar maður fór um átta árum síðan var alltaf talað um að koma aftur síðar og klára óklárað verkefni," sagði Ingimundur en þegar hann var síðast í ÍR náði félagið að verða bikarmeistari og komst nærri því að verða Íslandsmeistari. „Þetta eru fyrstu skrefin í þá átt að gera ÍR að Íslandsmeisturum. Það gerist kannski ekki strax en tekst vonandi síðar. Við Stulli ætlum að leggja okkar af mörkum," sagði Ingimundur og bætti við að líklega hefði ekkert orðið af þessu nema þeir vinirnir hefðu báðir ákveðið að fara heim. „Okkur fannst þetta vera rétti tímapunkturinn. Ræturnar eru sterkar og ÍR er okkar félag. Félagið togaði okkur heim enda erum við stoltir ÍR-ingar. Við erum grjótharðir 109-strákar," sagði Ingimundur léttur og vitnaði þar í póstnúmerið. Ingimundur er bjartsýnn á að fleiri sterkir leikmenn komi nú til liðs við félagið. „Ég skora á aðra gamla ÍR-inga að mæta á svæðið og aðrir eru líka velkomnir. Planið er að fara alla leið með þetta verkefni. Við erum ekki að fara að vera í einhverju dútli en góðir hlutir gerast hægt." Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
ÍR verður nýliði í N1-deild karla næsta vetur og fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar silfurmennirnir Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er mikill hvalreki fyrir ÍR enda um að ræða tvo af bestu leikmönnum N1-deildarinnar. Þeir félagar vona að fleiri leikmenn muni í kjölfarið ganga í raðir ÍR. „Okkur langaði alltaf að fara heim. Þegar maður fór um átta árum síðan var alltaf talað um að koma aftur síðar og klára óklárað verkefni," sagði Ingimundur en þegar hann var síðast í ÍR náði félagið að verða bikarmeistari og komst nærri því að verða Íslandsmeistari. „Þetta eru fyrstu skrefin í þá átt að gera ÍR að Íslandsmeisturum. Það gerist kannski ekki strax en tekst vonandi síðar. Við Stulli ætlum að leggja okkar af mörkum," sagði Ingimundur og bætti við að líklega hefði ekkert orðið af þessu nema þeir vinirnir hefðu báðir ákveðið að fara heim. „Okkur fannst þetta vera rétti tímapunkturinn. Ræturnar eru sterkar og ÍR er okkar félag. Félagið togaði okkur heim enda erum við stoltir ÍR-ingar. Við erum grjótharðir 109-strákar," sagði Ingimundur léttur og vitnaði þar í póstnúmerið. Ingimundur er bjartsýnn á að fleiri sterkir leikmenn komi nú til liðs við félagið. „Ég skora á aðra gamla ÍR-inga að mæta á svæðið og aðrir eru líka velkomnir. Planið er að fara alla leið með þetta verkefni. Við erum ekki að fara að vera í einhverju dútli en góðir hlutir gerast hægt."
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira