Grikkir kjósa sér nýtt þing 5. maí 2012 00:00 Antonis Samaras Leiðtogi hægrimanna lofar að reka alla ólöglega útlendinga úr landi. nordicphotos/AFP Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óviðráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 prósenta fylgi, sem er gríðarlegt fylgistap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 prósent. Smærri flokkar hafa í staðinn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsamstarfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar," sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Þetta þýðir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óviðráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 prósenta fylgi, sem er gríðarlegt fylgistap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 prósent. Smærri flokkar hafa í staðinn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsamstarfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar," sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Þetta þýðir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira