Forseti gæti tekið völdin af ríkisstjórn 15. maí 2012 08:00 Ólafur á blaðamannafundi Í grein sinni í Skírni segir Eiríkur að staðfestingarsynjun Ólafs Ragnars á lögum feli í sér mun virkari þátttöku í stjórnmálum landsins en fyrri forsetar töldu hæfa embættinu. Myndin er frá því að Ólafur Ragnar synjaði lögum um Icesave staðfestingar. fréttablaðið/vilhelm „Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn." Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Eiríkur segir núgildandi stjórnarskrá svo óskýra að innan marka hennar gæti forseti farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. „Skipist veður svo í lofti í íslensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið taldar formlegar og í raun í höndum ráðherra," segir í grein Eiríks. Dæmi um þetta segir hann meðal annars vera skipun ráðherra, veitingu opinberra embætta, útgáfu bráðabirgðalaga og gerð þjóðréttarsamninga við önnur ríki. „Þessi stjórnarskrárákvæði um forsetann eiga sér rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráðherra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig," segir Eiríkur. Hann segir tilurð forsetaembættisins hafa ráðist af þeim vanda sem við blasti við lýðveldistökuna árið 1944, þegar Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá, um það hvað ætti að gera við konunginn. Í nafni samstöðu hafi verið ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920. Hún var að uppistöðu byggð á dönsku stjórnarskránni, sem var nánast óbreytt frá lokum einveldisins um miðja nítjándu öld. Þar, líkt og í mörgum eldri stjórnarskrám sem urðu til við umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, voru konungar sagðir framkvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir gerðu í raun ekki lengur. „Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfðingjans." Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið komi að forseti sé sagður fara með ýmis völd sem í raun séu í höndum ráðherra. „Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt." Stjórnarskráin endurspegli því togstreitu nítjándu aldar á milli konungs og lýðræðislegra stjórnvalda. „Núgildandi stjórnarskrá er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki." thorunn@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
„Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn." Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Eiríkur segir núgildandi stjórnarskrá svo óskýra að innan marka hennar gæti forseti farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. „Skipist veður svo í lofti í íslensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið taldar formlegar og í raun í höndum ráðherra," segir í grein Eiríks. Dæmi um þetta segir hann meðal annars vera skipun ráðherra, veitingu opinberra embætta, útgáfu bráðabirgðalaga og gerð þjóðréttarsamninga við önnur ríki. „Þessi stjórnarskrárákvæði um forsetann eiga sér rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráðherra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig," segir Eiríkur. Hann segir tilurð forsetaembættisins hafa ráðist af þeim vanda sem við blasti við lýðveldistökuna árið 1944, þegar Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá, um það hvað ætti að gera við konunginn. Í nafni samstöðu hafi verið ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920. Hún var að uppistöðu byggð á dönsku stjórnarskránni, sem var nánast óbreytt frá lokum einveldisins um miðja nítjándu öld. Þar, líkt og í mörgum eldri stjórnarskrám sem urðu til við umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, voru konungar sagðir framkvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir gerðu í raun ekki lengur. „Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfðingjans." Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið komi að forseti sé sagður fara með ýmis völd sem í raun séu í höndum ráðherra. „Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt." Stjórnarskráin endurspegli því togstreitu nítjándu aldar á milli konungs og lýðræðislegra stjórnvalda. „Núgildandi stjórnarskrá er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki." thorunn@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira