Hagur útgerðar og veiðigjald Þórólfur Matthíasson skrifar 15. maí 2012 06:00 Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna lofaði því í samstarfsyfirlýsingu sinni árið 2009 að sjá til þess að þjóðin nyti eðlilegs arðs af sameign sinni, fiskinum í sjónum. Nú loks, þremur árum síðar, hillir undir alvarlega tilraun til þess að standa við það loforð. Deila má um útfærslu og undirbúning. Eigendur útgerðarfyrirtækja eru ekki sáttir við fyrirhugaða gjaldtöku fyrir afnot þeirra af sameign þjóðarinnar. Fullyrt er, bæði í ræðu og riti og í einhverri dýrustu auglýsingaherferð Íslandssögunnar, að gjaldtaka muni verða til þess að flest útgerðarfyrirtæki verði gjaldþrota. Endurskoðendur útgerðarfyrirtækjanna, lánveitendur þeirra auk ýmissa annarra sem sumir hafa unnið skýrslur eða álitsgerðir eða unnið önnur viðvik fyrir útgerðarfyrirtækin taka undir svo bergmálar í fjöllunum. Spyrja má, hvernig hefði hagur útgerðarinnar verið nú hefði umtalsvert veiðigjald verið lagt á árunum 2000 til 2001. Til þess að svara þeirri spurningu hef ég safnað gögnum frá Hagstofu Íslands og frá öðrum aðilum um efnahag fyrirtækja sem stunda veiðar á Íslandsmiðum. Gögnin eru ófullkomin og þarf að geta í eyður á nokkrum stöðum. Öll fyrirtækin eiga duldar eignir í formi kvóta sem ekki er færður í bækur þeirra. Hagstofan skilur ekki milli efnahags veiða og vinnslu. Þetta þarf að færa til réttari vegar.Mynd 1: Þróun heildareigna með og án gjaldtöku frá 2001, milljónir króna.Mynd 1 sýnir áætlaða þróun heildareigna útgerðarfyrirækja (án vinnslu, en með því að reikna allan kvóta á markaðsverði) eins og þær þróuðust frá árunum 1997 til ársins 2010 (efri línan á mynd 1) og eins og ætla má að þær hefðu þróast, hefði gjaldtaka sem boðuð er, hafist árið 2001 (neðri línan á mynd 1). Myndin sýnir að verðmæti heildareigna útgerðarinnar (skip, veiðarfæri, kvóti, hlutabréf í óskildum rekstri) varð mest um 865 milljarðar króna árið 2007, en stendur í 605 milljörðum króna árið 2010. Myndin ber með sér að hefði verið lagt á veiðigjald árið 2001 sem hefði fært hinu opinbera 70% af auðlindarentunni eins og hún er skilgreind í frumvörpum sjávarútvegsráðherra hefði eignaþróun orðið nokkuð önnur. Heildareignir hefðu mestar orðið tæpir 300 milljarðar króna, en stæðu nú í um 230 milljörðum króna. Þróun heildareigna segir ekki nema hálfa sögu. Til að sjá alla söguna þarf að skoða þróun skulda annars vegar og þróun verðmætis eiginfjár fyrirtækjanna hins vegar. Þróun þessara stærða er sýnd á myndum 2 (skuldir) og 3 (eiginfé). Þróun skuldanna byggir á þeirri forsendu að hefði gjaldtaka komið til árið 2001 hefðu útgerðarfélögin líklega losað sig við hlutabréf í bönkum og selt aðrar eignir í óskildum rekstri. Félögin hefðu heldur ekki haft bolmagn til né þörf á því að skuldsetja sig á þann hátt sem þau gerðu á árunum fram að hruni. Skuldaaukningin á árunum fyrir hrun er fyrst og fremst tilkomin vegna kvótaviðskipta. Sum útgerðarfyrirtæki tóku lán til að kaupa kvóta á allt að 4.000 krónur þorskígildiskílóið, þeir sem seldu hættu sumir í útgerð og fóru með söluandvirðið í óskylda starfsemi, einhverjir keyptu bílaumboð, aðrir verslurnarrekstur í Reykjavík, enn aðrir gerðust „fagfjárfestar", stofnuðu fjárfestingarfélög og fóru sumir á hausinn með stæl.Mynd 2: Þróun heildarskulda með og án gjaldtöku frá 2001, milljónir króna.Ekkert af þessu hefði gerst hefðu 70% af auðlindarentunni gengið til hins opinbera allt frá árinu 2001. Kvótaverðið hefði aldrei farið uppfyrir 1.200 krónur á þorskígildið. Það hefði vissulega dregið úr svigrúmi þáverandi útgerðarmanna til kaupa á bílaumboðum og einkaþyrlum, en það hefði jafnframt dregið úr skuldsetningu þeirra útgerðarfyrirtækja sem eftir sátu í útgerð. Líklega hefðu útgerðarfyrirtækin þá reynt að greiða niður skuldir í stað þess að safna skuldum. Neðri ferillinn á mynd 2 lýsir hver skuldaþróun útgerðarinnar hefði orðið með gjaldtöku og sá efri hvernig skuldaþróunin var í raun. Skuldaþol útgerðar með gjaldtöku er verulega minna en án gjaldtöku. Ég geri ráð fyrir því að viðbrögð útgerðarinnar við gjaldtöku hefðu verið að lækka skuldir örlítið árlega mælt í erlendri mynt allt frá árinu 2000. Mynd 3 ber með sér að árið 2008 hefði skuld útgerðarinnar aðeins verið 10. hluti þess sem raunverulega varð hefði gjaldtaka hafist árið 2001! Þróun eiginfjár eftir því hvort um gjaldtöku er að ræða eða ekki, er enn forvitnilegri. Mynd 3 ber með sér að eiginfé útgerðarinnar eftir hrun hefði verið svipað og það er þó gjaldtaka hefði hafist árið 2001! Þessi staðreynd rímar illa við inntak þeirra auglýsinga sem nú dynja á landsmönnum! Þetta rímar líka illa við margauglýstar niðurstöður banka útgerðarfyrirtækjanna og endurskoðenda þeirra og vekur spurningar um þær forsendur sem þessir aðilar leggja til grundvallar mati sínu.Mynd 3: Þróun eiginfjár með og án gjaldtöku frá 2001, milljónir króna.Þess má geta að vaxtagreiðslur útgerðarinnar árið 2010 námu svipuðum upphæðum og veiðigjald hefði numið hefði það verið komið á á þeim tíma. Álagning veiðigjalds er þannig öðrum þræði ákvörðun um að breyta samsetningu útgjalda útgerðarfyrirtækja: Í stað vaxtagreiðslna til fjármálafyrirtækja kemur greiðsla veiðigjalds. Sagt með öðrum orðum: Í stað þess að greiðslur útgerðarinnar upp á tugi milljarða árlega renni til lánveitenda þeirra (fjármagnseigenda) kemur um það bil jafn há upphæð sem runnið hefði til íslensku þjóðarinnar. Þeim fjármunum hefði verið hægt að ráðstafa með margvíslegum hætti þó ekki sé hægt að láta hjá líða að benda á að forsvarsmenn byggðalaga sem auglýsa með útgerðarmönnum kalla einnig eftir verulega auknum framlögum úr ríkissjóði til samgönguframkvæmda. Ætli yrði ekki auðveldara að verða við slíkum óskum ef ríkissjóður hefði viðbótartekjustofn sem jafngildir núverandi vaxtagreiðslum útgerðarfyrirtækjanna til ráðstöfunar? Í auglýsingum útgerðarmanna koma fram bæði verkalýðsleiðtogar og starfsmenn útgerðarfyrirtækjanna og lýsa áhyggjum sínum af afdrifum fyrirtækjanna komi til fyrirhugaðrar gjaldtöku. Útreikingar þeir sem hér eru kynntir ættu að slá verulega á ótta þessara aðila um eigin hag. Eiginfjárstaða útgerðarinnar breytist eðlilega í kjölfar gjaldtöku, en ekki þarf að óttast kollsteypu. Verkalýðsforingjar og skipstjórar ættu því ekki að þurfa að missa svefn vegna ótta um afdrif útgerðarfyrirtækjanna þó þeim verði gert að greiða fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna lofaði því í samstarfsyfirlýsingu sinni árið 2009 að sjá til þess að þjóðin nyti eðlilegs arðs af sameign sinni, fiskinum í sjónum. Nú loks, þremur árum síðar, hillir undir alvarlega tilraun til þess að standa við það loforð. Deila má um útfærslu og undirbúning. Eigendur útgerðarfyrirtækja eru ekki sáttir við fyrirhugaða gjaldtöku fyrir afnot þeirra af sameign þjóðarinnar. Fullyrt er, bæði í ræðu og riti og í einhverri dýrustu auglýsingaherferð Íslandssögunnar, að gjaldtaka muni verða til þess að flest útgerðarfyrirtæki verði gjaldþrota. Endurskoðendur útgerðarfyrirtækjanna, lánveitendur þeirra auk ýmissa annarra sem sumir hafa unnið skýrslur eða álitsgerðir eða unnið önnur viðvik fyrir útgerðarfyrirtækin taka undir svo bergmálar í fjöllunum. Spyrja má, hvernig hefði hagur útgerðarinnar verið nú hefði umtalsvert veiðigjald verið lagt á árunum 2000 til 2001. Til þess að svara þeirri spurningu hef ég safnað gögnum frá Hagstofu Íslands og frá öðrum aðilum um efnahag fyrirtækja sem stunda veiðar á Íslandsmiðum. Gögnin eru ófullkomin og þarf að geta í eyður á nokkrum stöðum. Öll fyrirtækin eiga duldar eignir í formi kvóta sem ekki er færður í bækur þeirra. Hagstofan skilur ekki milli efnahags veiða og vinnslu. Þetta þarf að færa til réttari vegar.Mynd 1: Þróun heildareigna með og án gjaldtöku frá 2001, milljónir króna.Mynd 1 sýnir áætlaða þróun heildareigna útgerðarfyrirækja (án vinnslu, en með því að reikna allan kvóta á markaðsverði) eins og þær þróuðust frá árunum 1997 til ársins 2010 (efri línan á mynd 1) og eins og ætla má að þær hefðu þróast, hefði gjaldtaka sem boðuð er, hafist árið 2001 (neðri línan á mynd 1). Myndin sýnir að verðmæti heildareigna útgerðarinnar (skip, veiðarfæri, kvóti, hlutabréf í óskildum rekstri) varð mest um 865 milljarðar króna árið 2007, en stendur í 605 milljörðum króna árið 2010. Myndin ber með sér að hefði verið lagt á veiðigjald árið 2001 sem hefði fært hinu opinbera 70% af auðlindarentunni eins og hún er skilgreind í frumvörpum sjávarútvegsráðherra hefði eignaþróun orðið nokkuð önnur. Heildareignir hefðu mestar orðið tæpir 300 milljarðar króna, en stæðu nú í um 230 milljörðum króna. Þróun heildareigna segir ekki nema hálfa sögu. Til að sjá alla söguna þarf að skoða þróun skulda annars vegar og þróun verðmætis eiginfjár fyrirtækjanna hins vegar. Þróun þessara stærða er sýnd á myndum 2 (skuldir) og 3 (eiginfé). Þróun skuldanna byggir á þeirri forsendu að hefði gjaldtaka komið til árið 2001 hefðu útgerðarfélögin líklega losað sig við hlutabréf í bönkum og selt aðrar eignir í óskildum rekstri. Félögin hefðu heldur ekki haft bolmagn til né þörf á því að skuldsetja sig á þann hátt sem þau gerðu á árunum fram að hruni. Skuldaaukningin á árunum fyrir hrun er fyrst og fremst tilkomin vegna kvótaviðskipta. Sum útgerðarfyrirtæki tóku lán til að kaupa kvóta á allt að 4.000 krónur þorskígildiskílóið, þeir sem seldu hættu sumir í útgerð og fóru með söluandvirðið í óskylda starfsemi, einhverjir keyptu bílaumboð, aðrir verslurnarrekstur í Reykjavík, enn aðrir gerðust „fagfjárfestar", stofnuðu fjárfestingarfélög og fóru sumir á hausinn með stæl.Mynd 2: Þróun heildarskulda með og án gjaldtöku frá 2001, milljónir króna.Ekkert af þessu hefði gerst hefðu 70% af auðlindarentunni gengið til hins opinbera allt frá árinu 2001. Kvótaverðið hefði aldrei farið uppfyrir 1.200 krónur á þorskígildið. Það hefði vissulega dregið úr svigrúmi þáverandi útgerðarmanna til kaupa á bílaumboðum og einkaþyrlum, en það hefði jafnframt dregið úr skuldsetningu þeirra útgerðarfyrirtækja sem eftir sátu í útgerð. Líklega hefðu útgerðarfyrirtækin þá reynt að greiða niður skuldir í stað þess að safna skuldum. Neðri ferillinn á mynd 2 lýsir hver skuldaþróun útgerðarinnar hefði orðið með gjaldtöku og sá efri hvernig skuldaþróunin var í raun. Skuldaþol útgerðar með gjaldtöku er verulega minna en án gjaldtöku. Ég geri ráð fyrir því að viðbrögð útgerðarinnar við gjaldtöku hefðu verið að lækka skuldir örlítið árlega mælt í erlendri mynt allt frá árinu 2000. Mynd 3 ber með sér að árið 2008 hefði skuld útgerðarinnar aðeins verið 10. hluti þess sem raunverulega varð hefði gjaldtaka hafist árið 2001! Þróun eiginfjár eftir því hvort um gjaldtöku er að ræða eða ekki, er enn forvitnilegri. Mynd 3 ber með sér að eiginfé útgerðarinnar eftir hrun hefði verið svipað og það er þó gjaldtaka hefði hafist árið 2001! Þessi staðreynd rímar illa við inntak þeirra auglýsinga sem nú dynja á landsmönnum! Þetta rímar líka illa við margauglýstar niðurstöður banka útgerðarfyrirtækjanna og endurskoðenda þeirra og vekur spurningar um þær forsendur sem þessir aðilar leggja til grundvallar mati sínu.Mynd 3: Þróun eiginfjár með og án gjaldtöku frá 2001, milljónir króna.Þess má geta að vaxtagreiðslur útgerðarinnar árið 2010 námu svipuðum upphæðum og veiðigjald hefði numið hefði það verið komið á á þeim tíma. Álagning veiðigjalds er þannig öðrum þræði ákvörðun um að breyta samsetningu útgjalda útgerðarfyrirtækja: Í stað vaxtagreiðslna til fjármálafyrirtækja kemur greiðsla veiðigjalds. Sagt með öðrum orðum: Í stað þess að greiðslur útgerðarinnar upp á tugi milljarða árlega renni til lánveitenda þeirra (fjármagnseigenda) kemur um það bil jafn há upphæð sem runnið hefði til íslensku þjóðarinnar. Þeim fjármunum hefði verið hægt að ráðstafa með margvíslegum hætti þó ekki sé hægt að láta hjá líða að benda á að forsvarsmenn byggðalaga sem auglýsa með útgerðarmönnum kalla einnig eftir verulega auknum framlögum úr ríkissjóði til samgönguframkvæmda. Ætli yrði ekki auðveldara að verða við slíkum óskum ef ríkissjóður hefði viðbótartekjustofn sem jafngildir núverandi vaxtagreiðslum útgerðarfyrirtækjanna til ráðstöfunar? Í auglýsingum útgerðarmanna koma fram bæði verkalýðsleiðtogar og starfsmenn útgerðarfyrirtækjanna og lýsa áhyggjum sínum af afdrifum fyrirtækjanna komi til fyrirhugaðrar gjaldtöku. Útreikingar þeir sem hér eru kynntir ættu að slá verulega á ótta þessara aðila um eigin hag. Eiginfjárstaða útgerðarinnar breytist eðlilega í kjölfar gjaldtöku, en ekki þarf að óttast kollsteypu. Verkalýðsforingjar og skipstjórar ættu því ekki að þurfa að missa svefn vegna ótta um afdrif útgerðarfyrirtækjanna þó þeim verði gert að greiða fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun