Hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut 16. maí 2012 06:00 Framkvæmdastjórn Landsbankinn hagnaðist um 7,7 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2012. Steinþór Pálsson, í miðið, er bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/pjetur Starfsmenn Landsbankans hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut í bankanum. Virði þess hlutar er sem stendur um þrír milljarðar króna. Alls geta þeir eignast tveggja prósenta hlut ef valdar eignir sem hann innheimtir hækka enn meira í virði út þetta ár. Virði þeirra jókst um sex milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár, samkvæmt árshlutauppgjöri bankans sem birt var í lok síðustu viku. Þegar uppgjör fór fram milli gamla og nýja Landsbankans í desember 2009 hélt þrotabú þess gamla eftir 18,7 prósenta hlut í nýja bankanum. Afgangurinn, 81,3 prósent, fór til íslenska ríkisins sem vistar hann í Bankasýslu ríkisins. Á móti gaf nýi bankinn út skilyrt skuldabréf sem á að gera upp miðað við stöðu þess í árslok 2012. Það getur mest orðið 92 milljarða króna virði. Ef það gerist mun þrotabúið fá þá greiðslu og skila eignarhlutnum sem það fékk fyrir tveimur og hálfu ári. 16,7 prósent hans færu til Bankasýslunnar en tveggja prósenta hlutur í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi fyrir starfsmenn nýja bankans. Miðað við þessa stöðu skuldabréfsins í dag er þegar tryggt að 1,45 prósenta hlutur fer í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi Landsbankans. Eigið fé bankans var 208 milljarðar króna í lok mars síðastliðins og því er innra virði hlutar starfsmannanna þegar orðið um þrír milljarðar króna. Hugmynd fjármálaráðuneytisins var upphaflega að kaupaukakerfið næði til allra starfsmanna bankans. Alls voru stöðugildi í Landsbankanum 1.308 talsins í lok mars síðastliðins. Miðað við það dygði sú upphæð sem þegar myndar stofn kaupaaukakerfisins, rúmlega þrír milljarðar króna, til að hver og einn þeirra fengi 2,3 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið (FME) takmarkaði það þó með reglum sem það setti um kaupaukakerfi um mitt ár 2011. Samkvæmt þeim mega stjórnarmenn og starfsmenn sem starfa við innri endurskoðun og regluvörslu ekki fá kaupauka. Ef virðisaukning skuldabréfsins verður alger mun virði hlutar starfsmannanna verða tæplega 4,2 milljarðar króna miðað við eiginfjárstöðu bankans í dag. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Starfsmenn Landsbankans hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut í bankanum. Virði þess hlutar er sem stendur um þrír milljarðar króna. Alls geta þeir eignast tveggja prósenta hlut ef valdar eignir sem hann innheimtir hækka enn meira í virði út þetta ár. Virði þeirra jókst um sex milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár, samkvæmt árshlutauppgjöri bankans sem birt var í lok síðustu viku. Þegar uppgjör fór fram milli gamla og nýja Landsbankans í desember 2009 hélt þrotabú þess gamla eftir 18,7 prósenta hlut í nýja bankanum. Afgangurinn, 81,3 prósent, fór til íslenska ríkisins sem vistar hann í Bankasýslu ríkisins. Á móti gaf nýi bankinn út skilyrt skuldabréf sem á að gera upp miðað við stöðu þess í árslok 2012. Það getur mest orðið 92 milljarða króna virði. Ef það gerist mun þrotabúið fá þá greiðslu og skila eignarhlutnum sem það fékk fyrir tveimur og hálfu ári. 16,7 prósent hans færu til Bankasýslunnar en tveggja prósenta hlutur í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi fyrir starfsmenn nýja bankans. Miðað við þessa stöðu skuldabréfsins í dag er þegar tryggt að 1,45 prósenta hlutur fer í að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi Landsbankans. Eigið fé bankans var 208 milljarðar króna í lok mars síðastliðins og því er innra virði hlutar starfsmannanna þegar orðið um þrír milljarðar króna. Hugmynd fjármálaráðuneytisins var upphaflega að kaupaukakerfið næði til allra starfsmanna bankans. Alls voru stöðugildi í Landsbankanum 1.308 talsins í lok mars síðastliðins. Miðað við það dygði sú upphæð sem þegar myndar stofn kaupaaukakerfisins, rúmlega þrír milljarðar króna, til að hver og einn þeirra fengi 2,3 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið (FME) takmarkaði það þó með reglum sem það setti um kaupaukakerfi um mitt ár 2011. Samkvæmt þeim mega stjórnarmenn og starfsmenn sem starfa við innri endurskoðun og regluvörslu ekki fá kaupauka. Ef virðisaukning skuldabréfsins verður alger mun virði hlutar starfsmannanna verða tæplega 4,2 milljarðar króna miðað við eiginfjárstöðu bankans í dag. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira