Enn um sæstreng Valdimar K. Jónsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. „aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara" o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi. Ég er þeirrar skoðunar að hagkvæmni svo stórrar framkvæmdar sem sæstrengur til Bretlands er, þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin, en ekki aðeins í formi óskhyggju og/eða trúar á einhverja tiltekna framtíðarþróun. Þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, þá hafði verið gengið frá samningum til langs tíma um sölu á mestum hluta orkunnar frá virkjuninni. Umræddur sæstrengur er kostnaðarlega miklu stærri framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun sem hingað til er talin stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2012 óskaði ég eftir því að Landsvirkjun birti kostnað og aðrar upplýsingar um sæstreng til Bretlands. Þar er ég að tala um heildarkostnað við flutningsvirki, þar sem tekið væri tillit til allra nauðsynlegra framkvæmda svo og rekstrarkostnaðar, kostnaðar við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir í bilanatilvikum. Landsvirkjun hefur enn ekki séð ástæðu til að svara athugasemdum mínum, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað þær í einkapósti 4. maí 2012 til formanns stjórnar Landsvirkjunar, Bryndísar Hlöðversdóttur. Morgunblaðið hefur eftir forstjóra Landsvirkjunar eftir ársfund 2012: „Lagning sæstrengs til Evrópu gæti stórbætt lífskjör á Íslandi. Mikilvægt væri að skapa sátt um þetta verkefni því það er ekki einkamál orkufyrirtækjanna á Íslandi." Í seinni grein Magnúsar kemur fram hugsanleg þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025, þar sem sæstrengur væri kominn í notkun 2018. Er þetta ekki allt of stuttur fyrirvari? Landsvirkjun hefur leitt hjá sér að svara spurningum mínum og leiðir þannig hjá sér að taka þátt í opnum skoðanaskiptum um framkvæmdina eins og hún hefur margsinnis lýst yfir. Fyrirtækið hefur verið að vinna að undirbúningi í liðlega tvö ár svo það hlýtur að vera til fullt af upplýsingum og niðurstöðum, sem mætti birta opinberlega. Hrunið kenndi okkur að ákvarðanir um stórar framkvæmdir eins og sæstreng mega alls ekki vera á hendi örfárra einstaklinga. Þeir gætu tekið upp á því að loka sig af í vistarverum ríkiskerfisins og birta aðeins við og við reifarakenndar vangaveltur um eitthvað allt annað en kjarna máls. Næsta stórframkvæmd í orkumálum verður bara að ganga upp, annars förum við öll endanlega á hausinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 9. maí 2012 11:00 Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. „aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara" o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi. Ég er þeirrar skoðunar að hagkvæmni svo stórrar framkvæmdar sem sæstrengur til Bretlands er, þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin, en ekki aðeins í formi óskhyggju og/eða trúar á einhverja tiltekna framtíðarþróun. Þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, þá hafði verið gengið frá samningum til langs tíma um sölu á mestum hluta orkunnar frá virkjuninni. Umræddur sæstrengur er kostnaðarlega miklu stærri framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun sem hingað til er talin stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2012 óskaði ég eftir því að Landsvirkjun birti kostnað og aðrar upplýsingar um sæstreng til Bretlands. Þar er ég að tala um heildarkostnað við flutningsvirki, þar sem tekið væri tillit til allra nauðsynlegra framkvæmda svo og rekstrarkostnaðar, kostnaðar við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir í bilanatilvikum. Landsvirkjun hefur enn ekki séð ástæðu til að svara athugasemdum mínum, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað þær í einkapósti 4. maí 2012 til formanns stjórnar Landsvirkjunar, Bryndísar Hlöðversdóttur. Morgunblaðið hefur eftir forstjóra Landsvirkjunar eftir ársfund 2012: „Lagning sæstrengs til Evrópu gæti stórbætt lífskjör á Íslandi. Mikilvægt væri að skapa sátt um þetta verkefni því það er ekki einkamál orkufyrirtækjanna á Íslandi." Í seinni grein Magnúsar kemur fram hugsanleg þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025, þar sem sæstrengur væri kominn í notkun 2018. Er þetta ekki allt of stuttur fyrirvari? Landsvirkjun hefur leitt hjá sér að svara spurningum mínum og leiðir þannig hjá sér að taka þátt í opnum skoðanaskiptum um framkvæmdina eins og hún hefur margsinnis lýst yfir. Fyrirtækið hefur verið að vinna að undirbúningi í liðlega tvö ár svo það hlýtur að vera til fullt af upplýsingum og niðurstöðum, sem mætti birta opinberlega. Hrunið kenndi okkur að ákvarðanir um stórar framkvæmdir eins og sæstreng mega alls ekki vera á hendi örfárra einstaklinga. Þeir gætu tekið upp á því að loka sig af í vistarverum ríkiskerfisins og birta aðeins við og við reifarakenndar vangaveltur um eitthvað allt annað en kjarna máls. Næsta stórframkvæmd í orkumálum verður bara að ganga upp, annars förum við öll endanlega á hausinn.
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 9. maí 2012 11:00
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar