Útlendingarnir ógurlegu Jón Ormur Halldórsson skrifar 17. maí 2012 06:00 Allir hafa lent í einhverjum vandræðum með nágranna sína. Lengi var saga hvers lands líka kennd þannig heima fyrir að jarðarbúar virtust eiga það helst sameiginlegt að vera óheppnir með nágranna. Þær þjóðir eru auðvitað til sem hafa lengi mátt þola skelfingar vegna yfirgangs annarra. Eins og t.d. Pólverjar, Kóreumenn, Armenar og miklu fleiri í flestum álfum. Dæmin eru mörg úr sögunni og nokkur úr nútíðinni. Það nægir að minna á Palestínu.Verri landar Þjóðirnar sem hafa liðið og líða enn fyrir yfirgang og spillingu innlendra valdastétta eru þó öllu fleiri. Það sýnir raunar ákveðnar framfarir í heiminum að útlendingum verður sífellt sjaldnar með haldbærum rökum kennt um ófarir þjóða. Frá því eru þó auðvitað til undantekningar. Það eru líka merkilegar framfarir að sögukennsla, sem er lykilatriði í þroska þjóða, hefur víða um heim þróast frá endursögn á barnalegum mýtum um hið hreina og þjóðlega í heimi árásargjarnra útlendinga yfir í raunverulega athugun á vegferð þjóða sem leiðir allt annað í ljós. Það er nóg af dæmum um vonda sögukennslu en alþjóðleg þróun að þessu leyti virðist almennt stefna frá forheimskun til einhvers skilnings.Fórnarlömb Útlendingar eru hins vegar mjög freistandi sem óvinir þegar illa gengur og menn þurfa á óvinum að halda í sinni orðræðu. Ein fyrsta greiningin á íslenska efnahagshruninu sem rataði á bók hét til dæmis „Umsátrið um Ísland". Maður, líttu þér nær, var einhvern tíma sagt. Sama hugtakið, umsátur um Ísland, hafði raunar verið notað af Samtökum atvinnulífsins fyrir hrun af því tilefni að útlendir bankamenn voru farnir að draga úr lánum til íslenskra banka. Hik við að afhenda hinum sterku og snjöllu íslensku bönkum meiri peninga var þannig umsátur útlendinga. Um tíma, eftir hrun, urðu frændur okkar á Norðurlöndum líka að svikurum í sumra hugum þótt sú ansi langsótta skýring á óförum Íslands hafi varla náð miklu fylgi hjá íslenskum almenningi.Umsátrið um Grikkland Nú sjáum við svipað í Grikklandi þar sem Þjóðverjum og öðrum lánveitendum landsins er kennt um ófarir Grikkja eftir áratuga óstjórn og spillingu þar í landi. Merkel var sýnd í nasistabúningi með Hitlersskegg á forsíðu grískra götublaða eftir að hún benti á að Grikkir yrðu að hætta að lifa á útlendu lánsfé. Það er raunar margt sem bendir til þess að stór hluti almennings í Grikklandi kaupi alls ekki kenningar um alþjóðlegt samsæri gegn landinu sem þarlendir þátttakendur í stjórnmálum halda á lofti. Grikkir hafa sinn djöful að draga með skilning á eigin sögu en flestir þeirra líta sér þó líklega nær og vita að með langvarandi spillingu grískra stjórnmálaflokka, óstjórn og ábyrgðarleysi hlaut svo að fara sem fór.Hagsmunir Vinsældir kenninga um að útlendingar sitji á svikráðum við heimamenn stafa kannski af þeirri einföldu ástæðu að stjórnmálamenn víða um lönd hafa stórkostlegan hag af því að kenna útlendingum um alls kyns vandræði. Þetta á sérstaklega við um stjórnmálaöfl sem sjálf bera ábyrgð á því hvernig komið er. Það væri ekki klókt fyrir óvinsæla stjórnmálaflokka að kenna kjósendum um öll vandræðin. En þá er heldur ekki öðrum til að dreifa en útlendingum eða í besta falli óheiðarlegum bankamönnum. Eða þá að axla ábyrgð, skoða sín verk og viðurkenna sök en það virðist ekki vinsæl leið. Margir kjósenda sjá hins vegar í gegnum þetta og sums staðar á Vesturlöndum hefur traustið á stjórnmálaflokkum gersamlega hrunið.Ofmæld andúð? Þótt það sé greinilega í tísku að kenna útlendingum um yfirstandandi vandræði er þannig ekki víst að þetta nái eins vel til almennings og oft er talið. Marie Le Pen fékk nær 18% atkvæða í Frakklandi. Það er ekki meira en pabbi hennar fékk í góðæri. Dóttirin er heldur ekki eins hatrömm í garð útlendinga og faðirinn. Þeir sem kusu hana völdu margir á milli hennar og frambjóðanda kommúnista. Þetta var mikið til atvinnulaust fólk og ellilífeyrisþegar sem af eðlilegum ástæðum óttast um eigin afkomu en hafa ekki endilega miklar skoðanir á útlendingum. Í Hollandi hefur útlendingahatarinn Wilders að undanförnu rætt lífeyrismál frekar en vonsku útlendinga enda fiskast nú betur á þeim miðum. Í Þýskalandi fá efasemdamenn um alþjóðahyggju lítið sem ekkert fylgi. Andúð Grikkja á útlendingum er heldur ekki meiri en svo að 80% þeirra vilja bæði evruna og ESB.Algeng saga Gömul og ný saga Íslands sýnir vel að oftast nær hefur helsta ógnin við velferð þjóðarinnar, að veðurfari slepptu, verið styrkur sértækra innlendra hagsmuna frekar en útlend ásælni. Þessi staðhæfing er auðvitað þvert á gamla söguskoðun sem byggði á þeirri sannfæringu að mest af okkar óláni hafi stafað af yfirgangi útlendinga. Sú skoðun er lífseig þótt sögulegar staðreyndir séu henni yfirleitt andsnúnar. Þetta er svipað með nálægar þjóðir sem flestar hafa líka vaxið upp úr hlutverki fórnarlambsins. Margar þeirra hafa rofið ofríki innlendra hagsmunahópa og heimalinna stjórnmálamanna með því að opna fyrir alþjóðlegt samstarf og samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Allir hafa lent í einhverjum vandræðum með nágranna sína. Lengi var saga hvers lands líka kennd þannig heima fyrir að jarðarbúar virtust eiga það helst sameiginlegt að vera óheppnir með nágranna. Þær þjóðir eru auðvitað til sem hafa lengi mátt þola skelfingar vegna yfirgangs annarra. Eins og t.d. Pólverjar, Kóreumenn, Armenar og miklu fleiri í flestum álfum. Dæmin eru mörg úr sögunni og nokkur úr nútíðinni. Það nægir að minna á Palestínu.Verri landar Þjóðirnar sem hafa liðið og líða enn fyrir yfirgang og spillingu innlendra valdastétta eru þó öllu fleiri. Það sýnir raunar ákveðnar framfarir í heiminum að útlendingum verður sífellt sjaldnar með haldbærum rökum kennt um ófarir þjóða. Frá því eru þó auðvitað til undantekningar. Það eru líka merkilegar framfarir að sögukennsla, sem er lykilatriði í þroska þjóða, hefur víða um heim þróast frá endursögn á barnalegum mýtum um hið hreina og þjóðlega í heimi árásargjarnra útlendinga yfir í raunverulega athugun á vegferð þjóða sem leiðir allt annað í ljós. Það er nóg af dæmum um vonda sögukennslu en alþjóðleg þróun að þessu leyti virðist almennt stefna frá forheimskun til einhvers skilnings.Fórnarlömb Útlendingar eru hins vegar mjög freistandi sem óvinir þegar illa gengur og menn þurfa á óvinum að halda í sinni orðræðu. Ein fyrsta greiningin á íslenska efnahagshruninu sem rataði á bók hét til dæmis „Umsátrið um Ísland". Maður, líttu þér nær, var einhvern tíma sagt. Sama hugtakið, umsátur um Ísland, hafði raunar verið notað af Samtökum atvinnulífsins fyrir hrun af því tilefni að útlendir bankamenn voru farnir að draga úr lánum til íslenskra banka. Hik við að afhenda hinum sterku og snjöllu íslensku bönkum meiri peninga var þannig umsátur útlendinga. Um tíma, eftir hrun, urðu frændur okkar á Norðurlöndum líka að svikurum í sumra hugum þótt sú ansi langsótta skýring á óförum Íslands hafi varla náð miklu fylgi hjá íslenskum almenningi.Umsátrið um Grikkland Nú sjáum við svipað í Grikklandi þar sem Þjóðverjum og öðrum lánveitendum landsins er kennt um ófarir Grikkja eftir áratuga óstjórn og spillingu þar í landi. Merkel var sýnd í nasistabúningi með Hitlersskegg á forsíðu grískra götublaða eftir að hún benti á að Grikkir yrðu að hætta að lifa á útlendu lánsfé. Það er raunar margt sem bendir til þess að stór hluti almennings í Grikklandi kaupi alls ekki kenningar um alþjóðlegt samsæri gegn landinu sem þarlendir þátttakendur í stjórnmálum halda á lofti. Grikkir hafa sinn djöful að draga með skilning á eigin sögu en flestir þeirra líta sér þó líklega nær og vita að með langvarandi spillingu grískra stjórnmálaflokka, óstjórn og ábyrgðarleysi hlaut svo að fara sem fór.Hagsmunir Vinsældir kenninga um að útlendingar sitji á svikráðum við heimamenn stafa kannski af þeirri einföldu ástæðu að stjórnmálamenn víða um lönd hafa stórkostlegan hag af því að kenna útlendingum um alls kyns vandræði. Þetta á sérstaklega við um stjórnmálaöfl sem sjálf bera ábyrgð á því hvernig komið er. Það væri ekki klókt fyrir óvinsæla stjórnmálaflokka að kenna kjósendum um öll vandræðin. En þá er heldur ekki öðrum til að dreifa en útlendingum eða í besta falli óheiðarlegum bankamönnum. Eða þá að axla ábyrgð, skoða sín verk og viðurkenna sök en það virðist ekki vinsæl leið. Margir kjósenda sjá hins vegar í gegnum þetta og sums staðar á Vesturlöndum hefur traustið á stjórnmálaflokkum gersamlega hrunið.Ofmæld andúð? Þótt það sé greinilega í tísku að kenna útlendingum um yfirstandandi vandræði er þannig ekki víst að þetta nái eins vel til almennings og oft er talið. Marie Le Pen fékk nær 18% atkvæða í Frakklandi. Það er ekki meira en pabbi hennar fékk í góðæri. Dóttirin er heldur ekki eins hatrömm í garð útlendinga og faðirinn. Þeir sem kusu hana völdu margir á milli hennar og frambjóðanda kommúnista. Þetta var mikið til atvinnulaust fólk og ellilífeyrisþegar sem af eðlilegum ástæðum óttast um eigin afkomu en hafa ekki endilega miklar skoðanir á útlendingum. Í Hollandi hefur útlendingahatarinn Wilders að undanförnu rætt lífeyrismál frekar en vonsku útlendinga enda fiskast nú betur á þeim miðum. Í Þýskalandi fá efasemdamenn um alþjóðahyggju lítið sem ekkert fylgi. Andúð Grikkja á útlendingum er heldur ekki meiri en svo að 80% þeirra vilja bæði evruna og ESB.Algeng saga Gömul og ný saga Íslands sýnir vel að oftast nær hefur helsta ógnin við velferð þjóðarinnar, að veðurfari slepptu, verið styrkur sértækra innlendra hagsmuna frekar en útlend ásælni. Þessi staðhæfing er auðvitað þvert á gamla söguskoðun sem byggði á þeirri sannfæringu að mest af okkar óláni hafi stafað af yfirgangi útlendinga. Sú skoðun er lífseig þótt sögulegar staðreyndir séu henni yfirleitt andsnúnar. Þetta er svipað með nálægar þjóðir sem flestar hafa líka vaxið upp úr hlutverki fórnarlambsins. Margar þeirra hafa rofið ofríki innlendra hagsmunahópa og heimalinna stjórnmálamanna með því að opna fyrir alþjóðlegt samstarf og samkeppni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun