Innlent

Fimm fangar dánir á níu árum

Litla-hraun Maðurinn sem lést á Litla-Hrauni á fimmtudag var í mikilli fíkniefnaneyslu.Fréttablaðið/Vilhelm
Litla-hraun Maðurinn sem lést á Litla-Hrauni á fimmtudag var í mikilli fíkniefnaneyslu.Fréttablaðið/Vilhelm

Maður á fimmtugsaldri lést í fangelsinu Litla-Hrauni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir síbrot þann 16. maí síðastliðinn og var nýbúið að færa hann til fangelsisins þegar hann lést.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins byrjaði maðurinn mjög fljótlega að kasta upp eftir að komið var á Litla-Hraun og hné meðvitundarlaus niður á ganginum. Sjúkrateymi reyndi endurlífgunartilraunir án árangurs og lést maðurinn skömmu síðar.



Um var að ræða síbrotamann í mikilli neyslu sem hafði afplánað marga tugi dóma. Samkvæmt heimildum blaðsins kom hann með mikið af sprautum til fíkniefnaneyslu í farangrinum inn á Litla-Hraun.



Í kjölfar atviksins var kallað á áfallateymi, fangaverðir voru fjarlægðir og fangelsisprestur kom á vettvang.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem fangi lætur lífið á meðan hann er innan veggja fangelsa. Fimm manns hafa nú látist síðan árið 2004, en þrír einstaklingar frömdu sjálfsvíg á árunum 2004 til 2007. Þá lést einn fangi árið 2007.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×