Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2012 07:00 Petr Cech fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu með Chelsea. „Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó. Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó.
Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira