Golf

Birgir Leifur keppir á fyrsta mótinu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fór yfir sumarið hjá íslenskum afrekskylfingum á blaðamannafundi GSÍ í gær.fréttablaðið/vilhelm
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fór yfir sumarið hjá íslenskum afrekskylfingum á blaðamannafundi GSÍ í gær.fréttablaðið/vilhelm
Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport.

Golfsamband Íslands og Stöð 2 sport hafa gert með sér samning þar sem sýnt verður frá íslensku golfi á hverjum þriðjudegi á Stöð 2 sport í sumar – og Íslandsmótið í höggleik sem fram fer á Strandarvelli á Hellu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Samantektarþáttur um Eimskipsmótaröðina í golfi verður sýndur á þriðjudegi eftir að mótnu lýkur.

Aðra þriðjudaga verða sýndir þættir sem eru í umsjón þeirra Loga Bergmanns Eiðssonar og Þorsteins Hallgrímssonar. Sá þáttur hefur fengið nafnið „Tvöfaldur skolli". Þar leggja þeir upp með að golf sé ekki bara áhugamál eða keppnisíþrótt – heldur lífsstíll.

Ari Edwald forstjóri 365 miðla segist afar ánægður með að íslenska golfið fái nú enn veglegri sess á Stöð 2 sport. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu samstarfi við GSÍ, enda er golfíþróttin mjög vinsæl og í miklum vexti sem fjölskylduíþrótt. Og einmitt þess vegna er það sannfæring okkar að íslenska golfið eigi ennþá fullt inni sem sjónvarpsefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×