Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna 30. maí 2012 06:00 Þrotabú stóru bankanna munu halda kröfuhafafundi á næstunni. Á myndinni eru Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson. fréttablaðið/pjetur Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira