Þetta er mikil áskorun fyrir liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2012 06:00 Stella Sigurðardóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu þurfa að eiga toppleik gegn afar sterku spænsku liði í kvöld. Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina. Íslenski handboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina.
Íslenski handboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira