Þetta er að verða betra og betra hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2012 07:00 Zlatan Ibrahimovic bjó til tvö mörk fyrir Svía á fyrstu 14 mínútunum. Hér er hann í baráttunni við Hallgrím Jónasson. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira