Samhengi skuldanna Þórólfur Matthíasson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þórólfur Matthíasson Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð?
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun