Ég er enn í hálfgerðu losti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2012 10:00 Margrét Lára (fyrir miðju) fagnar Þýskalandstitlinum með liðsfélögum sínum á mánudagskvöldið. Mynd/Nordic Photos/Getty Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára. Þýski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára.
Þýski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira