Rigningin stöðvaði átökin tímabundið 14. júní 2012 11:30 athvarf í klaustri Margir hafa orðið heimilislausir vegna átakanna og þessi fjölskylda er þeirra á meðal. Hún dvelst nú í klaustri sem hefur tímabundið verið breytt í athvarf fyrir heimilislausa. nordicphotos/afp Fréttaskýring: Hvernig er ástandið í Búrma? Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag. Rólegra var um að litast í héraðinu í gær en dagana þar á undan. Það helgaðist af mikilli rigningu, sem stöðvaði átökin að minnsta kosti tímabundið. Frá því á föstudag hefur 21 látið lífið í átökum og yfir 1.500 heimili hafa verið brennd. Mikill fjöldi fólks er því heimilislaus í héraðinu. Vegna ótta við áframhaldandi átök hefur rútu- og ferjuflutningum verið hætt frá höfuðborginni Yangon til héraðsins. Þetta hefur valdið því að mat og aðra hluti er farið að skorta í héraðinu. Búðir, bankar, skólar og markaðir eru að mestu leyti lokaðir. Átökin eru á milli búddatrúarmanna og svokallaðra Rohingya-múslima í héraðinu og eiga upptök sín að rekja til þess að ungri búddatrúarkonu var nauðgað og hún myrt í maí. Þrír múslimar eru sagðir hafa framið verknaðinn. Múslimar í Rakhine-héraði eru ekki með ríkisborgararétt í Búrma, þar sem stjórnvöld telja þá ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Stjórnvöld í Bangladess eru ekki sammála því. Þúsundir múslimanna hafa þó reynt að flýja yfir til Bangladess en öllum hefur verið snúið við. Stjórnvöld þar segjast ekki hafa burði til að taka við flóttafólki, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt mjög að landamærunum skuli hafa verið lokað fyrir þessu fólki. Með því sé verið að leggja líf fólksins í mikla hættu. Thein Sein forsætisráðherra landsins lýsti yfir neyðarástandi í héraðinu á sunnudag. Hann sagði jafnframt að ofbeldið þar geti ógnað þeim lýðræðisumbótum sem unnið sé að í landinu, eftir hálfrar aldar valdasetu hersins. Þrátt fyrir að herinn stjórni ekki að nafninu til hefur hann enn mikil ítök í landinu og hefur Sein verið gagnrýndur fyrir að lýsa yfir neyðarástandi þar sem það veiti hernum völdin í héraðinu. thorunn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig er ástandið í Búrma? Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag. Rólegra var um að litast í héraðinu í gær en dagana þar á undan. Það helgaðist af mikilli rigningu, sem stöðvaði átökin að minnsta kosti tímabundið. Frá því á föstudag hefur 21 látið lífið í átökum og yfir 1.500 heimili hafa verið brennd. Mikill fjöldi fólks er því heimilislaus í héraðinu. Vegna ótta við áframhaldandi átök hefur rútu- og ferjuflutningum verið hætt frá höfuðborginni Yangon til héraðsins. Þetta hefur valdið því að mat og aðra hluti er farið að skorta í héraðinu. Búðir, bankar, skólar og markaðir eru að mestu leyti lokaðir. Átökin eru á milli búddatrúarmanna og svokallaðra Rohingya-múslima í héraðinu og eiga upptök sín að rekja til þess að ungri búddatrúarkonu var nauðgað og hún myrt í maí. Þrír múslimar eru sagðir hafa framið verknaðinn. Múslimar í Rakhine-héraði eru ekki með ríkisborgararétt í Búrma, þar sem stjórnvöld telja þá ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Stjórnvöld í Bangladess eru ekki sammála því. Þúsundir múslimanna hafa þó reynt að flýja yfir til Bangladess en öllum hefur verið snúið við. Stjórnvöld þar segjast ekki hafa burði til að taka við flóttafólki, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt mjög að landamærunum skuli hafa verið lokað fyrir þessu fólki. Með því sé verið að leggja líf fólksins í mikla hættu. Thein Sein forsætisráðherra landsins lýsti yfir neyðarástandi í héraðinu á sunnudag. Hann sagði jafnframt að ofbeldið þar geti ógnað þeim lýðræðisumbótum sem unnið sé að í landinu, eftir hálfrar aldar valdasetu hersins. Þrátt fyrir að herinn stjórni ekki að nafninu til hefur hann enn mikil ítök í landinu og hefur Sein verið gagnrýndur fyrir að lýsa yfir neyðarástandi þar sem það veiti hernum völdin í héraðinu. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30