Flikkað upp á Fasteign? Guðbrandur Einarsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Samkvæmt fundargerðum Reykjanesbæjar var þetta mál á dagskrá bæjarráðs þann 18. maí sl. og hlaut þar samþykki allra bæjarráðsmanna sem eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks). Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni Fasteignar hf. og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á vef Víkurfrétta að sveitarfélögin sem stærstu eigendur hafi náð fram öllum sínum samningsmarkmiðum. Ekki er á nokkurn hátt hægt að lesa út úr þessari fréttatilkynningu eða bókun bæjarráðs frá 18. maí hvaða áhrif þessi meinta endurskipulagning hefur á fjárhag Reykjanesbæjar til lengri eða skemmri tíma. Notað er orðalag eins og ásættanleg niðurstaða, veruleg lækkun og óvissu eytt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem íbúa, vekur þetta upp fleiri spurningar en ég fæ svarað. Ætla ég þess vegna að leyfa mér að setja hér fram nokkrar spurningar sem ég fer fram á að kjörnir fulltrúar svari. Vænti ég þess að þeir hafi svör við þessum spurningum á reiðum höndum, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir hafi byggt ákvörðun sína á svipuðum vangaveltum og ég set hér fram. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað á árinu 2003. Innborgað hlutafé Reykjanesbæjar var á þeim tíma rúmar 500 milljónir. 1. Hvað er þetta hlutafé metið á núvirði? 2. Hvað verður um þetta hlutafé í þeirri endurskipulagningu Fasteignar sem nú fer fram? 3. Hversu háa fjárhæð þarf að afskrifa í bókum Reykjanesbæjar vegna þessarar endurskipulagningar? 4. Hvað á Reykjanesbær stóran hlut í nýrri Fasteign í prósentum talið og hvers virði er hann? 5. Mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fjármuni til kaupa á hlutafé í nýrri Fasteign? Skv. fréttatilkynningu verður Eignarhaldsfélagið Fasteign í eigu níu sveitarfélaga ásamt Arion Banka. Gamla Fasteign var m.a. í eigu Íslandsbanka eða forvera hans. 6. Hver er ástæða þess að ný fjármálastofnun kemur að rekstri Fasteignar? Skv. fréttatilkynningu verður nýja Fasteign hreint leigufélag, þ.e. mun ekki sjá um viðhald eignanna eins og hingað til hefur viðgengist. Viðhaldið og rekstur fasteignanna mun því alfarið lenda á Reykjanesbæ. Viðhald eigna er auðvitað mismunandi eftir ástandi þeirra og aldri en hægt er að gera sér grein fyrir einhverjum meðaltalskostnaði með því að skoða heildarkostnað viðhalds yfir eitthvert tiltekið árabil. 7. Hver hefur árlegur viðhaldskostnaður Fasteignar hf. verið að meðaltali vegna þeirra eigna sem Reykjanesbær hefur leigt af félaginu, frá þeim tíma sem Fasteign hf. var stofnað? 8. Hvað getur Reykjanesbær reiknað með að þurfa að eyða í viðhald og rekstur fasteignanna? Svar óskast sem prósentuhlutfall af virði fasteignanna. Í fréttatilkynningu er greint frá því að gert sé ráð fyrir að leigugreiðslur lækki um og yfir 50% fyrstu árin frá því sem nú er. 9. Hversu lengi er gert ráð fyrir að þetta lækkunarástand vari? 10. Hver verður árleg húsaleiga til Fasteignar á meðan lækkunarástand varir? 11. Hvað tekur við eftir að lækkunarástandi lýkur? Í fréttatilkynningu er sagt frá því að leigutakar eigi þess kost að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Það gefur leigutökum mikið svigrúm er varðar endurfjármögnun og endurskipulagningu á þeirra eigin fjárhag. 12. Við hvaða mikla svigrúm er átt? 13. Hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar látið skoða þetta mikla svigrúm og velt því fyrir sér hvort nýta megi það til hagsbóta fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Sagt er í fréttatilkynningu að leigan muni þó fylgja kostnaði félagsins og geti því tekið breytingum verði breytingar á ytri aðstæðum. 14. Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða kostnaður verður lagður til grundvallar húsaleigu, þannig að hver kostnaðarþáttur verði sýndur sem prósenta af virði eigna. Vegna þess að rekstur fasteigna er svo stór þáttur í rekstrarkostnaði sveitarfélaga skiptir máli að þeim fjármunum sé varið eins vel eins og kostur er. Það skiptir líka máli að ekki þurfi að koma til verulegra afskrifta á fjármunum sveitarfélaga vegna illa ígrundaðra ákvarðana kjörinna fulltrúa. Það sýnist mér vera að eiga sér stað í tilfelli Fasteignar. Það hlýtur því að vera réttmæt krafa að kjörnir fulltrúar geri íbúum grein fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka og varða íbúa miklu. Ekkert hefur birst opinberlega um þetta mál annað en fréttatilkynning frá Fasteign hf. og tilvitnanir í þann aðila sem býr við það hlutskipti að sitja beggja vegna borðs í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Samkvæmt fundargerðum Reykjanesbæjar var þetta mál á dagskrá bæjarráðs þann 18. maí sl. og hlaut þar samþykki allra bæjarráðsmanna sem eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks). Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni Fasteignar hf. og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á vef Víkurfrétta að sveitarfélögin sem stærstu eigendur hafi náð fram öllum sínum samningsmarkmiðum. Ekki er á nokkurn hátt hægt að lesa út úr þessari fréttatilkynningu eða bókun bæjarráðs frá 18. maí hvaða áhrif þessi meinta endurskipulagning hefur á fjárhag Reykjanesbæjar til lengri eða skemmri tíma. Notað er orðalag eins og ásættanleg niðurstaða, veruleg lækkun og óvissu eytt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem íbúa, vekur þetta upp fleiri spurningar en ég fæ svarað. Ætla ég þess vegna að leyfa mér að setja hér fram nokkrar spurningar sem ég fer fram á að kjörnir fulltrúar svari. Vænti ég þess að þeir hafi svör við þessum spurningum á reiðum höndum, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir hafi byggt ákvörðun sína á svipuðum vangaveltum og ég set hér fram. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað á árinu 2003. Innborgað hlutafé Reykjanesbæjar var á þeim tíma rúmar 500 milljónir. 1. Hvað er þetta hlutafé metið á núvirði? 2. Hvað verður um þetta hlutafé í þeirri endurskipulagningu Fasteignar sem nú fer fram? 3. Hversu háa fjárhæð þarf að afskrifa í bókum Reykjanesbæjar vegna þessarar endurskipulagningar? 4. Hvað á Reykjanesbær stóran hlut í nýrri Fasteign í prósentum talið og hvers virði er hann? 5. Mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fjármuni til kaupa á hlutafé í nýrri Fasteign? Skv. fréttatilkynningu verður Eignarhaldsfélagið Fasteign í eigu níu sveitarfélaga ásamt Arion Banka. Gamla Fasteign var m.a. í eigu Íslandsbanka eða forvera hans. 6. Hver er ástæða þess að ný fjármálastofnun kemur að rekstri Fasteignar? Skv. fréttatilkynningu verður nýja Fasteign hreint leigufélag, þ.e. mun ekki sjá um viðhald eignanna eins og hingað til hefur viðgengist. Viðhaldið og rekstur fasteignanna mun því alfarið lenda á Reykjanesbæ. Viðhald eigna er auðvitað mismunandi eftir ástandi þeirra og aldri en hægt er að gera sér grein fyrir einhverjum meðaltalskostnaði með því að skoða heildarkostnað viðhalds yfir eitthvert tiltekið árabil. 7. Hver hefur árlegur viðhaldskostnaður Fasteignar hf. verið að meðaltali vegna þeirra eigna sem Reykjanesbær hefur leigt af félaginu, frá þeim tíma sem Fasteign hf. var stofnað? 8. Hvað getur Reykjanesbær reiknað með að þurfa að eyða í viðhald og rekstur fasteignanna? Svar óskast sem prósentuhlutfall af virði fasteignanna. Í fréttatilkynningu er greint frá því að gert sé ráð fyrir að leigugreiðslur lækki um og yfir 50% fyrstu árin frá því sem nú er. 9. Hversu lengi er gert ráð fyrir að þetta lækkunarástand vari? 10. Hver verður árleg húsaleiga til Fasteignar á meðan lækkunarástand varir? 11. Hvað tekur við eftir að lækkunarástandi lýkur? Í fréttatilkynningu er sagt frá því að leigutakar eigi þess kost að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Það gefur leigutökum mikið svigrúm er varðar endurfjármögnun og endurskipulagningu á þeirra eigin fjárhag. 12. Við hvaða mikla svigrúm er átt? 13. Hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar látið skoða þetta mikla svigrúm og velt því fyrir sér hvort nýta megi það til hagsbóta fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Sagt er í fréttatilkynningu að leigan muni þó fylgja kostnaði félagsins og geti því tekið breytingum verði breytingar á ytri aðstæðum. 14. Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða kostnaður verður lagður til grundvallar húsaleigu, þannig að hver kostnaðarþáttur verði sýndur sem prósenta af virði eigna. Vegna þess að rekstur fasteigna er svo stór þáttur í rekstrarkostnaði sveitarfélaga skiptir máli að þeim fjármunum sé varið eins vel eins og kostur er. Það skiptir líka máli að ekki þurfi að koma til verulegra afskrifta á fjármunum sveitarfélaga vegna illa ígrundaðra ákvarðana kjörinna fulltrúa. Það sýnist mér vera að eiga sér stað í tilfelli Fasteignar. Það hlýtur því að vera réttmæt krafa að kjörnir fulltrúar geri íbúum grein fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka og varða íbúa miklu. Ekkert hefur birst opinberlega um þetta mál annað en fréttatilkynning frá Fasteign hf. og tilvitnanir í þann aðila sem býr við það hlutskipti að sitja beggja vegna borðs í málinu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun