Erlent

Ungu fólki ekki vísað burt

Bandaríkin ætla að hætta að vísa úr landi ólöglegum innflytjendum sem komu til landsins sem börn.

Fólk á aldrinum 16 til 30 ára sem hefur búið í landinu í fimm ár eða lengur fær mögulega að vera þar áfram og fá atvinnuleyfi. Fólkið þarf að vera í skóla, útskrifað úr menntaskóla eða hafa verið í hernum og með hreinan sakaferil.

Tillagan er talin skipta máli í forsetakosningaslag Obama og Romney um atkvæði fólks af suður-amerískum uppruna.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×