Virðingarvert framtak Kiwanis Ögmundur Jónasson skrifar 21. júní 2012 06:00 Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjármagn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðisráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bakhjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélagslega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði samfélagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjármagn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðisráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bakhjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélagslega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði samfélagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun