Jafnréttið og prinsippfesta Jóhönnu Björn Bjarnason skrifar 26. júní 2012 10:00 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni „að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. Ritstjórinn telur að málið gegn Jóhönnu sé „algjörlega sambærilegt“ við mál gegn mér í apríl 2004 þegar þáverandi kærunefnd jafnréttismála gaf út álit vegna skipunar í embætti hæstaréttardómara. Þessi fullyrðing ritstjórans stenst ekki. Jafnréttislögum hefur verið breytt, auk þess samdi ég við Hjördísi Hákonardóttur, sem kærði til nefndarinnar, með vísan til nefndarálitsins. Jóhanna hefur hins vegar með ótvíræðum hætti brotið gegn jafnréttislögum að mati þeirra yfirvalda sem eiga síðasta orðið um það efni. Hún hefur auk þess að mati héraðsdómara sýnt kæranda til nefndarinnar lítilsvirðingu. Ólafur Þ. minnir á kröfu Jóhönnu frá 16. apríl 2004 um að ég segði af mér ráðherraembætti vegna álits kærunefndarinnar og segir Jóhönnu hafa gerst seka um tvískinnung með því að gera aðra kröfu til mín en sjálfrar sín. Hann segir augljóst að Jóhanna segi ekki af sér en lýkur leiðaranum með þessari spurningu: „En er til of mikils mælzt að hún [Jóhanna] biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?“ Spunaliði Jóhönnu tekur til málsHinn 26. janúar 2012 réð Jóhanna Sigurðardóttir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði hún án þess að auglýsa starfið eða að umsækjandi þyrfti að sæta nokkru hæfnismati. Jóhanna valdi Jóhann Hauksson blaðamann til að gegna embætti „upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar“. Hann hefur hins vegar sýnt með skrifum sínum að hann lítur á sig sem spunaliða Jóhönnu og sem slíkur brást hann við leiðara Ólafs Þ. Stephensens með grein í Fréttablaðinu laugardaginn 23. júní 2012 undir fyrirsögninni: Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann segir að Jóhanna hafi í góðri trú ekki skipað Önnu Kristínu Ólafsdóttur í starf í forsætisráðuneytinu eða „nr. 5“ eins og hann kallar hana, líklega í virðingarskyni. Jóhanna hafi af prinsippástæðum ekki viljað „fara í hart“ gegn Önnu Kristínu. Jóhanna var þó dæmd fyrir að lítilsvirða hana. Þá hafi Jóhanna af prinsippástæðum ekki viljað „véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála“. Jóhanna skipaði þó sérstakan rýnihóp í því skyni. Eftir að hafa spunnið þennan þráð snýr Jóhann Hauksson sér að skipan dómara í hæstarétt sumarið 2003 og segir að Hjördís Hákonardóttir hafi verið „hæfasti umsækjandinn“. Hvaðan Jóhann hefur það veit ég ekki, hæstiréttur sjálfur taldi tvo karlmenn helst koma til álita vegna ágætis þeirra og hæfileika. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir Jóhönnu af prinsippfestu hafa skipað hæfasta manninn þótt hún hafi brotið lög með því að hafna Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Grein sinni lýkur Jóhann Hauksson á þessum orðum: „Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?“ Hér kýs upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar að láta þess ógetið að við Hjördís Hákonardóttir sömdum 17. nóvember 2005. Í niðurstöðu okkar fólust fullar sættir sem má jafna til velvirðingar af minni hálfu í hennar garð. Það er til marks um lélegan málstað þeirra sem vilja verja brot Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á jafnréttislögunum og lítilsvirðinguna sem hún hefur verið dæmd fyrir að sýna Önnu Kristínu Ólafsdóttur að tönnlast, Jóhönnu til afsökunar, á ágreiningi um túlkun á jafnréttislögum frá árinu 2004 sem var jafnaður með sátt aðila þess máls. Þá taldi Jóhanna að viðkomandi ráðherra ætti að víkja úr embætti. Hún breytti síðan jafnréttislögum til að herða á því að ráðherrar fylgdu þeim við mannaráðningar. Nú segir hún fagnaðarefni og jafnréttisbaráttunni til framdráttar að hún, forsætisráðherrann, sé dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Er nema von að menn velti fyrir sér prinsippfestunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Forsetakosningar 2012 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni „að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. Ritstjórinn telur að málið gegn Jóhönnu sé „algjörlega sambærilegt“ við mál gegn mér í apríl 2004 þegar þáverandi kærunefnd jafnréttismála gaf út álit vegna skipunar í embætti hæstaréttardómara. Þessi fullyrðing ritstjórans stenst ekki. Jafnréttislögum hefur verið breytt, auk þess samdi ég við Hjördísi Hákonardóttur, sem kærði til nefndarinnar, með vísan til nefndarálitsins. Jóhanna hefur hins vegar með ótvíræðum hætti brotið gegn jafnréttislögum að mati þeirra yfirvalda sem eiga síðasta orðið um það efni. Hún hefur auk þess að mati héraðsdómara sýnt kæranda til nefndarinnar lítilsvirðingu. Ólafur Þ. minnir á kröfu Jóhönnu frá 16. apríl 2004 um að ég segði af mér ráðherraembætti vegna álits kærunefndarinnar og segir Jóhönnu hafa gerst seka um tvískinnung með því að gera aðra kröfu til mín en sjálfrar sín. Hann segir augljóst að Jóhanna segi ekki af sér en lýkur leiðaranum með þessari spurningu: „En er til of mikils mælzt að hún [Jóhanna] biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?“ Spunaliði Jóhönnu tekur til málsHinn 26. janúar 2012 réð Jóhanna Sigurðardóttir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði hún án þess að auglýsa starfið eða að umsækjandi þyrfti að sæta nokkru hæfnismati. Jóhanna valdi Jóhann Hauksson blaðamann til að gegna embætti „upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar“. Hann hefur hins vegar sýnt með skrifum sínum að hann lítur á sig sem spunaliða Jóhönnu og sem slíkur brást hann við leiðara Ólafs Þ. Stephensens með grein í Fréttablaðinu laugardaginn 23. júní 2012 undir fyrirsögninni: Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann segir að Jóhanna hafi í góðri trú ekki skipað Önnu Kristínu Ólafsdóttur í starf í forsætisráðuneytinu eða „nr. 5“ eins og hann kallar hana, líklega í virðingarskyni. Jóhanna hafi af prinsippástæðum ekki viljað „fara í hart“ gegn Önnu Kristínu. Jóhanna var þó dæmd fyrir að lítilsvirða hana. Þá hafi Jóhanna af prinsippástæðum ekki viljað „véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála“. Jóhanna skipaði þó sérstakan rýnihóp í því skyni. Eftir að hafa spunnið þennan þráð snýr Jóhann Hauksson sér að skipan dómara í hæstarétt sumarið 2003 og segir að Hjördís Hákonardóttir hafi verið „hæfasti umsækjandinn“. Hvaðan Jóhann hefur það veit ég ekki, hæstiréttur sjálfur taldi tvo karlmenn helst koma til álita vegna ágætis þeirra og hæfileika. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir Jóhönnu af prinsippfestu hafa skipað hæfasta manninn þótt hún hafi brotið lög með því að hafna Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Grein sinni lýkur Jóhann Hauksson á þessum orðum: „Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?“ Hér kýs upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar að láta þess ógetið að við Hjördís Hákonardóttir sömdum 17. nóvember 2005. Í niðurstöðu okkar fólust fullar sættir sem má jafna til velvirðingar af minni hálfu í hennar garð. Það er til marks um lélegan málstað þeirra sem vilja verja brot Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á jafnréttislögunum og lítilsvirðinguna sem hún hefur verið dæmd fyrir að sýna Önnu Kristínu Ólafsdóttur að tönnlast, Jóhönnu til afsökunar, á ágreiningi um túlkun á jafnréttislögum frá árinu 2004 sem var jafnaður með sátt aðila þess máls. Þá taldi Jóhanna að viðkomandi ráðherra ætti að víkja úr embætti. Hún breytti síðan jafnréttislögum til að herða á því að ráðherrar fylgdu þeim við mannaráðningar. Nú segir hún fagnaðarefni og jafnréttisbaráttunni til framdráttar að hún, forsætisráðherrann, sé dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Er nema von að menn velti fyrir sér prinsippfestunni?
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun