Ein heildarlög um dvalar- og atvinnuleyfi Ögmundur Jónasson skrifar 2. júlí 2012 06:00 Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. Núverandi löggjöf, sem hefur marga þröskulda og er erfið að vinna eftir, hefur stundum orðið til þess að einstaklingar, sem hér hafa viljað dvelja um skeið, sjá þann kost einan að sækja um íslenskan ríkisborgararétt án þess að vilja það í reynd! En sá þáttur núverandi laga sem ég á hvað erfiðast með að sætta mig er hvernig menntun skapar mismunandi réttarstöðu. Þannig getur menntað fólk sem hingað kemur til starfa haft börn sín hjá sér en ekki einstaklingar sem sinna ófaglærðum störfum. Sambærilegur mismunur er milli doktorsnema og nema í öðru námi. Rétturinn til að setjast hér er að er síðan í samræmi við þetta. Þetta greinarkorn skrifa ég í tvennum tilgangi. Annars vegar til að fagna því hve vel var tekið á móti nýrri skýrslu um málefni útlendinga á fréttamannafundi í síðustu viku en þar hafði verið boðið fulltrúum allra þeirra stofnana og samtaka sem tengjast þessum málum á einhvern hátt. Margir tóku til máls og studdu meginsjónarmið skýrsluhöfunda um eina löggjöf sem byggi á mannúðarsjónarmiðum í ríkari mæli en núverandi lög. Hin ástæðan er sú að ég vil hvetja til þess að áhugasamt fólk kynni sér skýrsluna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og komi ábendingum þar á framfæri en slíkt myndi gagnast við frumvarpssmíð sem nú er að hefjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. Núverandi löggjöf, sem hefur marga þröskulda og er erfið að vinna eftir, hefur stundum orðið til þess að einstaklingar, sem hér hafa viljað dvelja um skeið, sjá þann kost einan að sækja um íslenskan ríkisborgararétt án þess að vilja það í reynd! En sá þáttur núverandi laga sem ég á hvað erfiðast með að sætta mig er hvernig menntun skapar mismunandi réttarstöðu. Þannig getur menntað fólk sem hingað kemur til starfa haft börn sín hjá sér en ekki einstaklingar sem sinna ófaglærðum störfum. Sambærilegur mismunur er milli doktorsnema og nema í öðru námi. Rétturinn til að setjast hér er að er síðan í samræmi við þetta. Þetta greinarkorn skrifa ég í tvennum tilgangi. Annars vegar til að fagna því hve vel var tekið á móti nýrri skýrslu um málefni útlendinga á fréttamannafundi í síðustu viku en þar hafði verið boðið fulltrúum allra þeirra stofnana og samtaka sem tengjast þessum málum á einhvern hátt. Margir tóku til máls og studdu meginsjónarmið skýrsluhöfunda um eina löggjöf sem byggi á mannúðarsjónarmiðum í ríkari mæli en núverandi lög. Hin ástæðan er sú að ég vil hvetja til þess að áhugasamt fólk kynni sér skýrsluna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og komi ábendingum þar á framfæri en slíkt myndi gagnast við frumvarpssmíð sem nú er að hefjast.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar