Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu 5. júlí 2012 06:00 Sverrir er annar þeirra sem sjást í brasilískum fréttum af málinu. Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira