Erlent

Efasemdir um McDonald‘s og Coca-Cola

Jacques Rogge, forseti Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir í viðtali við Financial Times að nefndin hafi íhugað að hætta við að hafa hamborgararisann McDonald's sem styrktaraðila. Segir hann að gagnrýni samtaka sem berjast fyrir bættri heilsu á tengsl skyndibitakeðja við Ólympíuleikana hafi farið vaxandi.

McDonald's hefur verið styrktaraðili leikanna frá 1976 og verður með fjóra stóra veitingastaði í ólympíuþorpinu í London í sumar. Coca-Cola hefur verið styrktaraðili frá 1928. Rogge segir vöruþróun fyrirtækjanna taka tillit til umræðunnar um bætta heilsu fólks.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×