Forseti og þing bjóða herforingjum birginn 11. júlí 2012 00:00 Óvissuástand Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, sést hér ásamt tveimur meðlimum herforingjaráðsins í gær. Undir yfirborðinu krauma þó deilur. Fréttablaðið/AP Hæstiréttur Egyptalands ógilti í gær tilskipun Mohammeds Morsi, forseta landsins, um að egypska þingið verði kallað saman á ný. Rétturinn, sem úrskurðaði nýlega að þingkosningarnar í vetur hefðu verið ólöglegar, sagði Morsi ekki hafa vald til að kalla þingið saman á ný. Þingið kom saman í gær, en fundur þess stóð aðeins í fimm mínútur og var því aðallega um táknrænan gjörning að ræða. Mikil togstreita hefur verið á milli Morsis, sem var nýlega kjörinn forseti, og herforingjaráðsins, sem hefur farið með stjórn landsins síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli fyrir sautján mánuðum síðan. Herforingjaráðið leysti þingið upp í síðasta mánuði eftir úrskurð hæstaréttar og tók sér löggjafarvald í staðinn. Þegar Morsi var svo settur í embætti höfðu herforingjarnir dregið mjög úr völdum forseta. Atburðir gærdagsins undirstrika spennuna sem ríkir í landinu. Herforingjaráðið hyggst verja úrskurð réttarins, en þó kom ekki til átaka þegar þingmennirnir mættu á fundinn í gær. Á fundinum undirstrikaði forseti þingsins, Saad El-Katatni, að lög landsins yrðu virt, sem og skipting ríkisvaldsins, en hann leitaðist þó eftir því að fá álit áfrýjunardómstóls á úrskurði hæstaréttar. Mikill órói einkennir daglegt líf í landinu þar sem mótmæli og ofbeldi eru daglegt brauð og efnahagslífið er í mikilli úlfakreppu. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Hæstiréttur Egyptalands ógilti í gær tilskipun Mohammeds Morsi, forseta landsins, um að egypska þingið verði kallað saman á ný. Rétturinn, sem úrskurðaði nýlega að þingkosningarnar í vetur hefðu verið ólöglegar, sagði Morsi ekki hafa vald til að kalla þingið saman á ný. Þingið kom saman í gær, en fundur þess stóð aðeins í fimm mínútur og var því aðallega um táknrænan gjörning að ræða. Mikil togstreita hefur verið á milli Morsis, sem var nýlega kjörinn forseti, og herforingjaráðsins, sem hefur farið með stjórn landsins síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli fyrir sautján mánuðum síðan. Herforingjaráðið leysti þingið upp í síðasta mánuði eftir úrskurð hæstaréttar og tók sér löggjafarvald í staðinn. Þegar Morsi var svo settur í embætti höfðu herforingjarnir dregið mjög úr völdum forseta. Atburðir gærdagsins undirstrika spennuna sem ríkir í landinu. Herforingjaráðið hyggst verja úrskurð réttarins, en þó kom ekki til átaka þegar þingmennirnir mættu á fundinn í gær. Á fundinum undirstrikaði forseti þingsins, Saad El-Katatni, að lög landsins yrðu virt, sem og skipting ríkisvaldsins, en hann leitaðist þó eftir því að fá álit áfrýjunardómstóls á úrskurði hæstaréttar. Mikill órói einkennir daglegt líf í landinu þar sem mótmæli og ofbeldi eru daglegt brauð og efnahagslífið er í mikilli úlfakreppu. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira