Færri komust að en vildu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR unnu í fyrra. Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu. Mikill áhugi var hjá íslenskum afrekskylfingum á mótinu og komust færri að en vildu í karlaflokknum en alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur. Leiknir verða fjórir keppnishringir á fjórum keppnisdögum – alls 72 holur. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á tveimur síðustu keppnisdögunum á Stöð 2 sport. Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa sigrað oftast á Íslandsmótinu í höggleik – en þeir eiga báðir 6 titla. Björgvin sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og síðast árið 1977 og ef hann verður með á þessu móti verður þetta 49. Íslandsmót hans í röð. Úlfar sigraði í fyrsta sinn árið 1986 og í sjötta sinn árið 1992. Af þeim sem taka þátt í ár er Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG með flesta titla, alls 4. Karen Sævarsdóttir hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í kvennaflokki – alls 8 sinnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er á meðal keppenda en hún hefur fjórum sinnum sigrað á Íslandsmótinu – fyrst árið 1985 og síðast árið 2003. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu. Mikill áhugi var hjá íslenskum afrekskylfingum á mótinu og komust færri að en vildu í karlaflokknum en alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur. Leiknir verða fjórir keppnishringir á fjórum keppnisdögum – alls 72 holur. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á tveimur síðustu keppnisdögunum á Stöð 2 sport. Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa sigrað oftast á Íslandsmótinu í höggleik – en þeir eiga báðir 6 titla. Björgvin sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og síðast árið 1977 og ef hann verður með á þessu móti verður þetta 49. Íslandsmót hans í röð. Úlfar sigraði í fyrsta sinn árið 1986 og í sjötta sinn árið 1992. Af þeim sem taka þátt í ár er Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG með flesta titla, alls 4. Karen Sævarsdóttir hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í kvennaflokki – alls 8 sinnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er á meðal keppenda en hún hefur fjórum sinnum sigrað á Íslandsmótinu – fyrst árið 1985 og síðast árið 2003.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira