Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2012 06:00 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins rifja nú upp frjálshyggjufræði sín og boða lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki á sama tíma og sligandi reikningar falla á ríkissjóð sem rekja má til bankahrunsins. Engu má hlífa við niðurskurði segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og vísar þar til nærri 50 milljarða króna kostnaðar í ríkisreikningi sem fellur á ríkissjóð í eitt skipti vegna falls SpKef og tapreksturs Byggðastofnunar og Nýsköpunarsjóðs á undanförnum árum. Það er einkar hollt fyrir sjálfstæðismenn að hafa hugfast hverjir báru mesta ábyrgð á því tjóni sem almenningur ber nú vegna SpKef. Bjarni sneiðir hjá öllu sem dregur tennurnar úr röksemdum hans. Það er sjálfsagt að nefna það við hann að um þessar mundir mælist 0,7 % verðhjöðnun hér á landi samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Það eru góð tíðindi fyrir heimili og fyrirtæki í landinu því við það lækkar verðbólga yfir tólf mánaða skeið úr 5,4 % í 4,6%. Svo mega Bjarni flokksformaður og aðrir úrtölumenn hafa það hugfast að atvinnuleysi er um eða undir 5 prósentum samkvæmt nýju mati Vinnumálastofnunar og Hagstofunnar. Slíkur er vöxturinn í hagkerfinu þrátt fyrir meinta skattaáþján ríkistjórnarinnar, að atvinnuleysið er nú með því minnsta í allri Evrópu og þegar komið niður að þeim stað sem ríkisstjórnin taldi að það yrði í lok árs 2013 samkvæmt yfirlýsingu með stöðugleikasáttmála sem gerður var við aðila vinnumarkaðarins árið 2009. Framtöl og önnur frumgögn skattayfirvalda sýna að vaxtakostnaður heimilanna vegna húsnæðisskulda var meira en 10% lægri í fyrra en árið áður. Auk þess sýna sömu gögn að tekjur heimilanna voru að jafnaði 8 til 9 prósentum hærri í fyrra en árið áður. Þetta kemur svo ágætlega heim og saman við þá staðreynd að vanskil lána minnka hröðum skrefum. Síðari hluta árs 2010 voru þau 22% en voru tæp 13% í lok mars á þessu ári. Niðurskurðarstefna í öngstrætiÞað má líka halda því til haga sem fjármálaráðherra hefur þegar látið koma fram um eign ríkisins í Landsvirkjun. Varúðarsjónarmið ráða því að bókfært verð eignarhlutar ríkisins í orkufyrirtækinu er liðlega 60 milljarðar króna en skráð eigið fé Landsvirkjunar losar engu að síður 200 milljörðum króna. Þykir sjálfstæðismönnum ekki gott að þarna skuli leynast 140 milljarðar í almannaeigu þótt ekki séu þeir bókfærðir? Ætli forysta Sjálfstæðisflokksins afneiti því sem ?óþægilegri staðreynd? að allar spár sýna að landsframleiðslan aukist nálægt 3% hér á landi á þessu ári? Breski Íhaldsflokkurinn, sem beitir niðurskurðar- og aðhaldsstefnu þeirri sem sjálfstæðismenn boða, á í erfiðleikum eftir að tíðindi bárust um 0,7 % samdrátt landsframleiðslunnar. Sérfræðingar óttast að þetta verði til þess að lánshæfismat Breta lækki og Cameron forsætisráðherra viðurkennir í fjölmiðlum að niðurskurðarstefnan, sem sætir vaxandi gagnrýni, hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Átökin um skiptingu gæðannaGegn hatrammri baráttu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjálfstæðisflokksins tókst snemmsumars að leiða í lög hækkun veiðigjalda fyrir afnot af ríkulegum auðlindum í eigu þjóðarinnar. Í heildina verður gjaldið 13 til 15 milljarðar króna á næsta ári. Það er ágætt fyrir kjósendur að vita að margir ráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa strengt þess heit að láta það verða sitt fyrsta verk að afnema þetta gjald komist þeir til valda. Nú vill svo til að útgerðin hagnaðist vel á falli krónunnar sem kostaði almenning í landinu 20 til 30 prósenta kaupmáttarrýrnun í kjölfar hrunsins. Svo vill líka til að þær vaxtabætur, sem greiddar verða heimilunum í landinu í vikunni, nema svipaðri upphæð og það veiðigjald sem lagt hefur verið á sjávarútveginn. Um 18 þúsund fjölskyldur fá sem nemur 30 þúsund krónum á mánuði í vaxtabætur og 6 þúsund til viðbótar fá allt að 50 þúsund krónum á mánuði. Þörfin fyrir vaxtabæturnar minnkar eftir því sem við vinnum okkur hraðar út úr kreppunni. Svigrúm til að liðsinna barnafjölskyldumVið vitum vel að enn kreppir skórinn sums staðar og eftir því sem útgjaldaþörfin dregst saman, til dæmis vegna minnkandi atvinnuleysis, skapast meira svigrúm til þess að aðstoða þá sem enn eiga um sárt að binda fjárhagslega. Við hvert prósentustig sem atvinnuleysi dregst saman um minnka útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs um 3 milljarða króna. Þannig hefur ríkisstjórnin uppi áform um að auka stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta. Reynslan hefur kennt okkur að það er markviss aðgerð sem nær til ungra skuldugra fjölskyldna með börn á framfæri. Sömuleiðis er ætlunin að hækka fæðingarorlofsgreiðslur og lengja fæðingarorlofið í áföngum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lætur hafa eftir sér að við höfum ekkert val um að skera niður. En fólkið í landinu hefur val um það hvort það kýs yfir sig grímulausa frjálshyggjuna aftur sem sér fátt annað til ráða en miskunnarlausan niðurskurð velferðarinnar og ívilnun fyrir þá sem best eru settir í samfélaginu með ríflegri skattalækkun. En landsmenn hafa nú kynnst annarri stefnu en fram kemur í margtuggðu stefi frjálshyggjumanna um niðurskurð hjá hinu opinbera og einkavæðingu. Það er lífskjarasókn sem byggist á blönduðum aðgerðum. Þar er áhersla lögð á jöfnuð og varðstöðu um velferðarkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins rifja nú upp frjálshyggjufræði sín og boða lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki á sama tíma og sligandi reikningar falla á ríkissjóð sem rekja má til bankahrunsins. Engu má hlífa við niðurskurði segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og vísar þar til nærri 50 milljarða króna kostnaðar í ríkisreikningi sem fellur á ríkissjóð í eitt skipti vegna falls SpKef og tapreksturs Byggðastofnunar og Nýsköpunarsjóðs á undanförnum árum. Það er einkar hollt fyrir sjálfstæðismenn að hafa hugfast hverjir báru mesta ábyrgð á því tjóni sem almenningur ber nú vegna SpKef. Bjarni sneiðir hjá öllu sem dregur tennurnar úr röksemdum hans. Það er sjálfsagt að nefna það við hann að um þessar mundir mælist 0,7 % verðhjöðnun hér á landi samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Það eru góð tíðindi fyrir heimili og fyrirtæki í landinu því við það lækkar verðbólga yfir tólf mánaða skeið úr 5,4 % í 4,6%. Svo mega Bjarni flokksformaður og aðrir úrtölumenn hafa það hugfast að atvinnuleysi er um eða undir 5 prósentum samkvæmt nýju mati Vinnumálastofnunar og Hagstofunnar. Slíkur er vöxturinn í hagkerfinu þrátt fyrir meinta skattaáþján ríkistjórnarinnar, að atvinnuleysið er nú með því minnsta í allri Evrópu og þegar komið niður að þeim stað sem ríkisstjórnin taldi að það yrði í lok árs 2013 samkvæmt yfirlýsingu með stöðugleikasáttmála sem gerður var við aðila vinnumarkaðarins árið 2009. Framtöl og önnur frumgögn skattayfirvalda sýna að vaxtakostnaður heimilanna vegna húsnæðisskulda var meira en 10% lægri í fyrra en árið áður. Auk þess sýna sömu gögn að tekjur heimilanna voru að jafnaði 8 til 9 prósentum hærri í fyrra en árið áður. Þetta kemur svo ágætlega heim og saman við þá staðreynd að vanskil lána minnka hröðum skrefum. Síðari hluta árs 2010 voru þau 22% en voru tæp 13% í lok mars á þessu ári. Niðurskurðarstefna í öngstrætiÞað má líka halda því til haga sem fjármálaráðherra hefur þegar látið koma fram um eign ríkisins í Landsvirkjun. Varúðarsjónarmið ráða því að bókfært verð eignarhlutar ríkisins í orkufyrirtækinu er liðlega 60 milljarðar króna en skráð eigið fé Landsvirkjunar losar engu að síður 200 milljörðum króna. Þykir sjálfstæðismönnum ekki gott að þarna skuli leynast 140 milljarðar í almannaeigu þótt ekki séu þeir bókfærðir? Ætli forysta Sjálfstæðisflokksins afneiti því sem ?óþægilegri staðreynd? að allar spár sýna að landsframleiðslan aukist nálægt 3% hér á landi á þessu ári? Breski Íhaldsflokkurinn, sem beitir niðurskurðar- og aðhaldsstefnu þeirri sem sjálfstæðismenn boða, á í erfiðleikum eftir að tíðindi bárust um 0,7 % samdrátt landsframleiðslunnar. Sérfræðingar óttast að þetta verði til þess að lánshæfismat Breta lækki og Cameron forsætisráðherra viðurkennir í fjölmiðlum að niðurskurðarstefnan, sem sætir vaxandi gagnrýni, hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Átökin um skiptingu gæðannaGegn hatrammri baráttu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjálfstæðisflokksins tókst snemmsumars að leiða í lög hækkun veiðigjalda fyrir afnot af ríkulegum auðlindum í eigu þjóðarinnar. Í heildina verður gjaldið 13 til 15 milljarðar króna á næsta ári. Það er ágætt fyrir kjósendur að vita að margir ráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa strengt þess heit að láta það verða sitt fyrsta verk að afnema þetta gjald komist þeir til valda. Nú vill svo til að útgerðin hagnaðist vel á falli krónunnar sem kostaði almenning í landinu 20 til 30 prósenta kaupmáttarrýrnun í kjölfar hrunsins. Svo vill líka til að þær vaxtabætur, sem greiddar verða heimilunum í landinu í vikunni, nema svipaðri upphæð og það veiðigjald sem lagt hefur verið á sjávarútveginn. Um 18 þúsund fjölskyldur fá sem nemur 30 þúsund krónum á mánuði í vaxtabætur og 6 þúsund til viðbótar fá allt að 50 þúsund krónum á mánuði. Þörfin fyrir vaxtabæturnar minnkar eftir því sem við vinnum okkur hraðar út úr kreppunni. Svigrúm til að liðsinna barnafjölskyldumVið vitum vel að enn kreppir skórinn sums staðar og eftir því sem útgjaldaþörfin dregst saman, til dæmis vegna minnkandi atvinnuleysis, skapast meira svigrúm til þess að aðstoða þá sem enn eiga um sárt að binda fjárhagslega. Við hvert prósentustig sem atvinnuleysi dregst saman um minnka útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs um 3 milljarða króna. Þannig hefur ríkisstjórnin uppi áform um að auka stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta. Reynslan hefur kennt okkur að það er markviss aðgerð sem nær til ungra skuldugra fjölskyldna með börn á framfæri. Sömuleiðis er ætlunin að hækka fæðingarorlofsgreiðslur og lengja fæðingarorlofið í áföngum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lætur hafa eftir sér að við höfum ekkert val um að skera niður. En fólkið í landinu hefur val um það hvort það kýs yfir sig grímulausa frjálshyggjuna aftur sem sér fátt annað til ráða en miskunnarlausan niðurskurð velferðarinnar og ívilnun fyrir þá sem best eru settir í samfélaginu með ríflegri skattalækkun. En landsmenn hafa nú kynnst annarri stefnu en fram kemur í margtuggðu stefi frjálshyggjumanna um niðurskurð hjá hinu opinbera og einkavæðingu. Það er lífskjarasókn sem byggist á blönduðum aðgerðum. Þar er áhersla lögð á jöfnuð og varðstöðu um velferðarkerfið.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun