Boltinn rúllar Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 3. ágúst 2012 06:00 Þegar ég var gutti mætti ég stundum á fótboltaæfingar á malarvelli KA. Þjálfarinn reykti á æfingum og var stundum fullur. Ég átti ekki upp á pallborðið hjá honum; fékk fá tækifæri eins og það heitir, og þótt aðrir þjálfarar kæmu seinna, óreykjandi og edrú, komst ég heldur ekki í liðið. Fljótlega hætti ég að æfa en hafði áfram áhuga á fótbolta. Vorið 1984 eygði ég möguleika á góðum árangri KA í meistaraflokki því í liðið var kominn Mark nokkur Duffield sem var sagður góður. Hann var með sítt að aftan, svona eins og Glenn Hoddle í Tottenham. KA féll um haustið. Nokkru síðar kom Guðjón Þórðarson og KA varð Íslandsmeistari. Það var stærsta stund lífs míns til þess tíma. Upp frá því hætti ég að fylgjast með fótbolta. Ég vissi fyrst af tilvist Davids Beckham þegar hann var orðinn kyntákn og prýddi forsíðu glanstímarits. Mér fannst merkilegt að fótboltamaður væri í því hlutverki og fór að fylgjast með á ný. Þá voru komnir talsverðir peningar í fótboltann en þó bara brot af því sem er í dag. Verkamenn í Bretlandi höfðu enn þá efni á ársmiða. Nú lifa ótrúlega margir leikmenn einhvers konar Hollywood-/rokkstjörnulífi með tilheyrandi þörf fyrir að láta bóna á sér egóið. Þeir líta á sig sem nafla alheimsins fremur en hluta af liði. Alheimurinn dansar með, hefur þessa gaura upp til skýjanna og borgar uppsett verð fyrir skemmtunina. Eftir að sonur minn hóf að æfa með KR er svo komið að ég ver mörgum klukkutímum í viku í fótbolta. Ég fylgist með syninum, Pepsi-deildunum, bikarnum, 1. deildinni, 2. deildinni, enska boltanum, spænska boltanum, Meistaradeildinni, Evrópudeildinni, EM og HM. Ekki er nóg með að ég horfi á leiki heldur fylgist ég með öllu bullinu líka. Á þeim tíma þegar við Mark Duffield og Guðjón vorum í KA þá tjáðu menn sig með sendingum, skotum og tæklingum en nú fer stór partur af leiknum fram utan vallar. Misgáfulegar yfirlýsingar vella út úr mönnum í fjölmiðlum og á Twitter. Þótt mér mislíki við margt í fótboltanum hef ég einstaklega gaman af honum. Og ég viðurkenni að stundum hugsa ég til baka. Ef ég hefði verið betri þá væri ég kannski nýkominn heim úr atvinnumennsku. Með demant í eyranu og tattúveraða ermi og nokkrar sektir á bakinu fyrir ósæmileg ummæli á Twitter. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar ég var gutti mætti ég stundum á fótboltaæfingar á malarvelli KA. Þjálfarinn reykti á æfingum og var stundum fullur. Ég átti ekki upp á pallborðið hjá honum; fékk fá tækifæri eins og það heitir, og þótt aðrir þjálfarar kæmu seinna, óreykjandi og edrú, komst ég heldur ekki í liðið. Fljótlega hætti ég að æfa en hafði áfram áhuga á fótbolta. Vorið 1984 eygði ég möguleika á góðum árangri KA í meistaraflokki því í liðið var kominn Mark nokkur Duffield sem var sagður góður. Hann var með sítt að aftan, svona eins og Glenn Hoddle í Tottenham. KA féll um haustið. Nokkru síðar kom Guðjón Þórðarson og KA varð Íslandsmeistari. Það var stærsta stund lífs míns til þess tíma. Upp frá því hætti ég að fylgjast með fótbolta. Ég vissi fyrst af tilvist Davids Beckham þegar hann var orðinn kyntákn og prýddi forsíðu glanstímarits. Mér fannst merkilegt að fótboltamaður væri í því hlutverki og fór að fylgjast með á ný. Þá voru komnir talsverðir peningar í fótboltann en þó bara brot af því sem er í dag. Verkamenn í Bretlandi höfðu enn þá efni á ársmiða. Nú lifa ótrúlega margir leikmenn einhvers konar Hollywood-/rokkstjörnulífi með tilheyrandi þörf fyrir að láta bóna á sér egóið. Þeir líta á sig sem nafla alheimsins fremur en hluta af liði. Alheimurinn dansar með, hefur þessa gaura upp til skýjanna og borgar uppsett verð fyrir skemmtunina. Eftir að sonur minn hóf að æfa með KR er svo komið að ég ver mörgum klukkutímum í viku í fótbolta. Ég fylgist með syninum, Pepsi-deildunum, bikarnum, 1. deildinni, 2. deildinni, enska boltanum, spænska boltanum, Meistaradeildinni, Evrópudeildinni, EM og HM. Ekki er nóg með að ég horfi á leiki heldur fylgist ég með öllu bullinu líka. Á þeim tíma þegar við Mark Duffield og Guðjón vorum í KA þá tjáðu menn sig með sendingum, skotum og tæklingum en nú fer stór partur af leiknum fram utan vallar. Misgáfulegar yfirlýsingar vella út úr mönnum í fjölmiðlum og á Twitter. Þótt mér mislíki við margt í fótboltanum hef ég einstaklega gaman af honum. Og ég viðurkenni að stundum hugsa ég til baka. Ef ég hefði verið betri þá væri ég kannski nýkominn heim úr atvinnumennsku. Með demant í eyranu og tattúveraða ermi og nokkrar sektir á bakinu fyrir ósæmileg ummæli á Twitter.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun