Aron: Fattaði ekki að mörkin komu með svo stuttu millibili Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2012 07:00 Aron Vakti mikla athygli í Danmörku í gær. Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í AGF í 4-1 útisigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrstu þrjú mörkin skoraði hann á þremur mínútum og 50 sekúndum og bætti hann þar með fimmtán ára gamalt met Ebbe Sand sem hafði skorað þrennu á fjórum mínútum og tveimur sekúndum í úrvalsdeildarleik árið 1997. En Aron var þar með ekki hættur. Hann bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Það kom sextán mínútum eftir fyrsta markið og er það einnig met í sögu dönsku deildarinnar. „Þetta var ekki amalegt," sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Ef ég á reyndar að segja alveg satt þá fattaði ég ekki að þessi þrjú mörk komu með svona skömmu millibili. Ég hélt að þetta hefði komið á 10-15 mínútna kafla. Ég fékk svo að vita þetta eftir leikinn og var ég auðvitað glaður við að heyra það," bætti hann við. Hann var svo tekinn af velli á 68. mínútu og neitar Aron því ekki að það hefði verið gaman að fá að klára leikinn. „Sigurinn var svo gott sem tryggður og þjálfarinn vildi greinilega hvíla leikmenn," sagði Aron, sem hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum leikjum tímabilsins. „Ég hef fundið fyrir miklu trausti frá þjálfaranum sem er mjög gott fyrir mig." Þetta var annar sigur AGF á tímabilinu og er liðið með átta stig að loknum sjö leikjum. „Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum á sjö stigum að halda. Við spiluðum vel strax frá fyrstu mínútu og fengum þrjú stig. Ég gæti ekki verið ánægðari. Við sýndum í dag að við getum spilað góðan fótbolta." Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í AGF í 4-1 útisigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrstu þrjú mörkin skoraði hann á þremur mínútum og 50 sekúndum og bætti hann þar með fimmtán ára gamalt met Ebbe Sand sem hafði skorað þrennu á fjórum mínútum og tveimur sekúndum í úrvalsdeildarleik árið 1997. En Aron var þar með ekki hættur. Hann bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Það kom sextán mínútum eftir fyrsta markið og er það einnig met í sögu dönsku deildarinnar. „Þetta var ekki amalegt," sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Ef ég á reyndar að segja alveg satt þá fattaði ég ekki að þessi þrjú mörk komu með svona skömmu millibili. Ég hélt að þetta hefði komið á 10-15 mínútna kafla. Ég fékk svo að vita þetta eftir leikinn og var ég auðvitað glaður við að heyra það," bætti hann við. Hann var svo tekinn af velli á 68. mínútu og neitar Aron því ekki að það hefði verið gaman að fá að klára leikinn. „Sigurinn var svo gott sem tryggður og þjálfarinn vildi greinilega hvíla leikmenn," sagði Aron, sem hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum leikjum tímabilsins. „Ég hef fundið fyrir miklu trausti frá þjálfaranum sem er mjög gott fyrir mig." Þetta var annar sigur AGF á tímabilinu og er liðið með átta stig að loknum sjö leikjum. „Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum á sjö stigum að halda. Við spiluðum vel strax frá fyrstu mínútu og fengum þrjú stig. Ég gæti ekki verið ánægðari. Við sýndum í dag að við getum spilað góðan fótbolta."
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira