Talibanarnir myrtu sautján veislugesti 28. ágúst 2012 04:00 Uppgangur Uppreisnarmanna Talibanar og aðrir uppreisnarmenn í Afganistan hafa gerst stórtækari að undanförnu eftir því sem fækkar í herliði Bandaríkjanna og NATO í landinu. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í fyrrinótt og tveir Bandaríkjamenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í gær. NordicPhotos/AFP Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“