Erlent

Ríkisstjórnartal ótímabært

Rústir Bíllinn sprakk á gatnamótum í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að tólf létust.nordicphotos/afp
Rústir Bíllinn sprakk á gatnamótum í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að tólf létust.nordicphotos/afp Nordicphotos/afp
François Hollande, forseti Frakklands, kallaði eftir því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn myndu sameinast í eina fylkingu. Frakkar myndu viðurkenna og standa með tímabundinni ríkisstjórn andspyrnunnar. Sundrung er milli uppreisnarhópa bæði í Sýrlandi og þeirra hópa sem eru í útlegð.

Bandaríkjamenn skutu hugmynd Hollandes niður um leið og bentu einmitt á að vegna sundurleitra markmiða uppreisnarmanna væri ótímabært að hefja umræðuna um ríkisstjórn andspyrnunnar.

Blóð rann enn í Sýrlandi í gær. Tólf létust í bílasprengju í úthverfi höfuðborgarinnar Damaskus og minnst þrettán létust í loftárás á bæinn Kfar Nabl. Þá var enn barist um allt landið.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×