Erlent

Ósamræmi í landslagi Mars

Sharp-fjall Litmyndirnar hafa varpað ljósi á forvitnileg setlög í hlíðum fjallsins.Mynd/nasa
Sharp-fjall Litmyndirnar hafa varpað ljósi á forvitnileg setlög í hlíðum fjallsins.Mynd/nasa
Sérfræðingar hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, hafa uppgötvað ósamræmi í landslaginu á Mars eftir að hafa skoðað myndir úr litmyndavél Curiosity, könnunarfarsins sem ekur nú um yfirborð rauðu plánetunnar.

Curiosity nálgast nú Sharp-fjall sem það mun klífa og rannsaka. Nú þegar hefur könnunarfarið sent meira af upplýsingum en öll önnur för NASA til samans.

Ósamræmið í landslaginu er að setlögin í fjallinu liggja ekki eins. Á jörðinni myndu jarðskorpuhreyfingar eða eldgos hafa áhrif á slíkt.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×