Einstakt að fá að vinna með Sir Kenneth Branagh 29. ágúst 2012 09:00 Í tökum Magni Ágústsson kvikmyndatökustjóri vann við gerð þáttanna Spy sem sýndir eru í Sjónvarpinu. Mynd/árni Þór jónsson Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu. „Ég byrjaði í bransanum fyrir sautján árum og vann mig hægt og rólega upp í starf kvikmyndatökustjóra. Þegar ég byrjaði vann ég við hin ýmsu störf á tökustað en þar sem ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndatöku lá leiðin í þetta starf frekar en eitthvað annað," útskýrir Magni. Spy eru gamanþættir sem voru framleiddir fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og fara Darren Boyd og Robert Lindsay með aðalhlutverkin í þáttunum. Alls eru sex þættir í fyrstu þáttaröðinni og tók Magni þá alla upp. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, en afskaplega krefjandi. Önnur þáttaröð er í bígerð en ég var upptekinn og gat ekki tekið þátt í því verkefni," segir Magni. Magni vann einnig við breska endurgerð sjónvarpsþáttanna um sænska lögreglumanninn Wallander. Sir Kenneth Branagh fer með hlutverk lögreglumannsins snjalla og um samstarfið segir Magni: „Það sem stendur upp úr er að hann er með svo háan gæðastuðul að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er í raun stórmerkilegt hversu mikill fagmaður hann er í starfi." Tökur á þáttunum fóru fram í Svíþjóð og dvaldi Magni þar í þrjá mánuði. Hann viðurkennir að mikið flakk fylgi starfinu og segir það bæði kost og galla. „Það getur verið skemmtilegt á köflum en líka dapurlegt, maður er endalaust að „tékka" sig inn á flugvöllum og á hótel. En á sama tíma er gaman að sjá og kynnast stöðum sem maður mundi ef til vill ekki annars heimsækja," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu. „Ég byrjaði í bransanum fyrir sautján árum og vann mig hægt og rólega upp í starf kvikmyndatökustjóra. Þegar ég byrjaði vann ég við hin ýmsu störf á tökustað en þar sem ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndatöku lá leiðin í þetta starf frekar en eitthvað annað," útskýrir Magni. Spy eru gamanþættir sem voru framleiddir fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og fara Darren Boyd og Robert Lindsay með aðalhlutverkin í þáttunum. Alls eru sex þættir í fyrstu þáttaröðinni og tók Magni þá alla upp. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, en afskaplega krefjandi. Önnur þáttaröð er í bígerð en ég var upptekinn og gat ekki tekið þátt í því verkefni," segir Magni. Magni vann einnig við breska endurgerð sjónvarpsþáttanna um sænska lögreglumanninn Wallander. Sir Kenneth Branagh fer með hlutverk lögreglumannsins snjalla og um samstarfið segir Magni: „Það sem stendur upp úr er að hann er með svo háan gæðastuðul að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er í raun stórmerkilegt hversu mikill fagmaður hann er í starfi." Tökur á þáttunum fóru fram í Svíþjóð og dvaldi Magni þar í þrjá mánuði. Hann viðurkennir að mikið flakk fylgi starfinu og segir það bæði kost og galla. „Það getur verið skemmtilegt á köflum en líka dapurlegt, maður er endalaust að „tékka" sig inn á flugvöllum og á hótel. En á sama tíma er gaman að sjá og kynnast stöðum sem maður mundi ef til vill ekki annars heimsækja," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira