Repúblikanar þinga í skugga fellibyls 30. ágúst 2012 03:00 Mitt Romney og ann eiginkona hans Í dag er röðin komin að Romney að flytja ræðu, en Ann ávarpaði landsþing repúblikana á þriðjudag.nordicphotos/AFP Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi fellibylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhaldssamir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Romney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistryggingakerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á landsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráðherraembætti. Í dag flytur svo Romney, forsetaefnið sjálft, sína ræðu þar. Eiginkona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvíslegu erfiðleika sem verkalýðsfjölskyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf," sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahagsmálum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi fellibylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhaldssamir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Romney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistryggingakerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á landsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráðherraembætti. Í dag flytur svo Romney, forsetaefnið sjálft, sína ræðu þar. Eiginkona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvíslegu erfiðleika sem verkalýðsfjölskyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf," sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahagsmálum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“