Gengi Svedda tannar handtekið í Hollandi 30. ágúst 2012 09:00 Sverrir Þór Gunnarsson Þrír nánir samverkamenn fíkniefnasmyglarans Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, voru handteknir í Amsterdam í Hollandi 18. ágúst síðastliðinn eftir að rúmlega tvítug íslensk kona sakaði þá um að ætla að selja hana í vændi í Brasilíu. Konan sagði sögu sína í DV í gær. Hún kveðst hafa verið í Amsterdam í boði vinar síns og allt hafi verið eðlilegt í fyrstu en fljótlega hafi hegðun fólksins sem hún gisti hjá orðið einkennileg og á hana hafi runnið tvær grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal mannanna þar sem þeir hafi rætt það að selja hana í vændi í Brasilíu. Þá hafi hún hringt í lögregluna í Amsterdam og óskað eftir hjálp. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, þrír karlar og tvær konur. Á heimilinu fannst lítilræði af fíkniefnum og einhver vopn, en þrátt fyrir það var fólkinu sleppt úr haldi eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo sólarhringa. Orð stóð gegn orði varðandi mansalsþáttinn og ekki þótti sannað að fólkið hefði haft nokkuð slíkt í hyggju. Annmarkar á leitarheimild lögreglu urðu til þess að ekki reyndist unnt að ákæra vegna vopnanna og fíkniefnanna. Einn mannanna, Steinar Aubertsson, situr enn inni í Amsterdam og verður framseldur til Íslands innan tuttugu daga. Hann hefur verið eftirlýstur af íslenskum lögregluyfirvöldum vegna innflutnings á tæpu kílói af kókaíni til Íslands og á yfir höfði sér ákæru vegna málsins þegar hann hann kemur til landsins. Þegar hafa fjórir verið ákærðir vegna þess máls. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steinar og hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í Amsterdam hafi síðustu ár verið meðal nánustu samverkamanna Sverris Þórs Gunnarssonar, sem nú situr inni í Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stórtæks e-töflusmygls. Meðal hinna handteknu var Steinþór Árni Sigursteinsson, sem þekktur er undir viðurnefninu Steini Hitler.- sh Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Þrír nánir samverkamenn fíkniefnasmyglarans Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, voru handteknir í Amsterdam í Hollandi 18. ágúst síðastliðinn eftir að rúmlega tvítug íslensk kona sakaði þá um að ætla að selja hana í vændi í Brasilíu. Konan sagði sögu sína í DV í gær. Hún kveðst hafa verið í Amsterdam í boði vinar síns og allt hafi verið eðlilegt í fyrstu en fljótlega hafi hegðun fólksins sem hún gisti hjá orðið einkennileg og á hana hafi runnið tvær grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal mannanna þar sem þeir hafi rætt það að selja hana í vændi í Brasilíu. Þá hafi hún hringt í lögregluna í Amsterdam og óskað eftir hjálp. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, þrír karlar og tvær konur. Á heimilinu fannst lítilræði af fíkniefnum og einhver vopn, en þrátt fyrir það var fólkinu sleppt úr haldi eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo sólarhringa. Orð stóð gegn orði varðandi mansalsþáttinn og ekki þótti sannað að fólkið hefði haft nokkuð slíkt í hyggju. Annmarkar á leitarheimild lögreglu urðu til þess að ekki reyndist unnt að ákæra vegna vopnanna og fíkniefnanna. Einn mannanna, Steinar Aubertsson, situr enn inni í Amsterdam og verður framseldur til Íslands innan tuttugu daga. Hann hefur verið eftirlýstur af íslenskum lögregluyfirvöldum vegna innflutnings á tæpu kílói af kókaíni til Íslands og á yfir höfði sér ákæru vegna málsins þegar hann hann kemur til landsins. Þegar hafa fjórir verið ákærðir vegna þess máls. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steinar og hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í Amsterdam hafi síðustu ár verið meðal nánustu samverkamanna Sverris Þórs Gunnarssonar, sem nú situr inni í Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stórtæks e-töflusmygls. Meðal hinna handteknu var Steinþór Árni Sigursteinsson, sem þekktur er undir viðurnefninu Steini Hitler.- sh
Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira