Fulltrúar Sýrlands gengu út af leiðtogafundi í Íran 31. ágúst 2012 01:00 Mohammed Morsi og Ali Akbar Velayati Forseti Egyptalands á tali við fyrrverandi utanríkisráðherra Írans á leiðtogafundinum í gær.nordicphotos/AFP „Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
„Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira