Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk! Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2012 06:00 Mynd/Vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland! Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland!
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira