Kæru landsmenn Svava Brooks skrifar 15. september 2012 06:00 Það fer um mig hrollur þegar ég sé heiftarleg viðbrögð við auglýsingunum okkar. Ég anda djúpt, tel upp að 100 og minni mig á þá óþrjótandi samúð sem ég hef með okkur öllum og þá sérstaklega börnum sem eru að glíma við þögnina, óttann og afneitunina sem ríkir í kringum kynferðislegt ofbeldi á börnum. Blátt áfram er að bera á borð staðreyndir málsins. Það er staðreynd að 93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerendurna, einstaklinga úr öllum stéttum, gjarnan í hlutverkum sem við hin fullorðnu treystum og í því skjóli skáka gerendur, bæði konur og karlar. Við erum ekki að ásaka neina sérstaka starfsstétt um að beita börn ofbeldi frekar en aðra. Við erum að benda fólki á að í þeim hópum fólks sem vinna með börnum og eru langflestir traustsins vert, leynast oft einstaklingar sem eru að gera slæma hluti en ekki góða. Í stað þess að ráðast á sendiboðann bið ég alla að staldra við og hugsa málið til enda. Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu sem starfa með börnum, biðjum við þig að koma til samstarfs við okkur til að tryggja öryggi þeirra. Hvað get ég gert, spyrð þú ef til vill. Þú getur viðurkennt þá erfiðu staðreynd að inni á milli eru einstaklingar sem grafa undan því trausti sem þú hefur áunnið þér í þínu starfi vegna þess að því fylgir traust og vald yfir börnum. Þú getur lært hvað þú átt að gera til að standa undir því trausti sem til þín er borið og hvernig þú getur verið á varðbergi gagnvart þeim sem gera það ekki. Komdu til liðs við okkur, ræddu þessa staðreynd við samstarfsfólk og hvað þið getið gert til þess að geta verið saman á varðbergi gagnvart þeim sem eru að misnota ykkar mikilvæga starf með börnum til þess að ná til þeirra og meiða þau. Um leið og þú fellur í þá gryfju að tala um þá og okkur, ertu búinn að setja upp skjól fyrir þá gerendur sem án þinnar vitundar eru nú þegar búnir að koma sér fyrir í þínum samstarfshópi. Kæru landsmenn, þetta er erfitt mál en það er til auðveld lausn! Komdu á námskeið! Hlustaðu á fyrirlestur! Ég skal lofa þér því að ef þú situr námskeið eða fyrirlestur um vandann og færð í hendur verkfæri til þess að takast á við hann, þá mun þér líða betur. Mundu einnig að það eru börn og fullorðnir að fylgjast með viðbrögðum þínum við þessum auglýsingum. Þau gætu spurt sig hvort þú sért traustur, skilningsríkur einstaklingur sem dæmir ekki, hvort þú sért manneskja til þess að segja frá ofbeldi og biðja um hjálp. Taktu áskoruninni. Vertu upplýst/ur. Nánari upplýsingar um blátt áfram á bláttafram.is eða á facebook https://www.facebook.com/blattafram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Það fer um mig hrollur þegar ég sé heiftarleg viðbrögð við auglýsingunum okkar. Ég anda djúpt, tel upp að 100 og minni mig á þá óþrjótandi samúð sem ég hef með okkur öllum og þá sérstaklega börnum sem eru að glíma við þögnina, óttann og afneitunina sem ríkir í kringum kynferðislegt ofbeldi á börnum. Blátt áfram er að bera á borð staðreyndir málsins. Það er staðreynd að 93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerendurna, einstaklinga úr öllum stéttum, gjarnan í hlutverkum sem við hin fullorðnu treystum og í því skjóli skáka gerendur, bæði konur og karlar. Við erum ekki að ásaka neina sérstaka starfsstétt um að beita börn ofbeldi frekar en aðra. Við erum að benda fólki á að í þeim hópum fólks sem vinna með börnum og eru langflestir traustsins vert, leynast oft einstaklingar sem eru að gera slæma hluti en ekki góða. Í stað þess að ráðast á sendiboðann bið ég alla að staldra við og hugsa málið til enda. Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu sem starfa með börnum, biðjum við þig að koma til samstarfs við okkur til að tryggja öryggi þeirra. Hvað get ég gert, spyrð þú ef til vill. Þú getur viðurkennt þá erfiðu staðreynd að inni á milli eru einstaklingar sem grafa undan því trausti sem þú hefur áunnið þér í þínu starfi vegna þess að því fylgir traust og vald yfir börnum. Þú getur lært hvað þú átt að gera til að standa undir því trausti sem til þín er borið og hvernig þú getur verið á varðbergi gagnvart þeim sem gera það ekki. Komdu til liðs við okkur, ræddu þessa staðreynd við samstarfsfólk og hvað þið getið gert til þess að geta verið saman á varðbergi gagnvart þeim sem eru að misnota ykkar mikilvæga starf með börnum til þess að ná til þeirra og meiða þau. Um leið og þú fellur í þá gryfju að tala um þá og okkur, ertu búinn að setja upp skjól fyrir þá gerendur sem án þinnar vitundar eru nú þegar búnir að koma sér fyrir í þínum samstarfshópi. Kæru landsmenn, þetta er erfitt mál en það er til auðveld lausn! Komdu á námskeið! Hlustaðu á fyrirlestur! Ég skal lofa þér því að ef þú situr námskeið eða fyrirlestur um vandann og færð í hendur verkfæri til þess að takast á við hann, þá mun þér líða betur. Mundu einnig að það eru börn og fullorðnir að fylgjast með viðbrögðum þínum við þessum auglýsingum. Þau gætu spurt sig hvort þú sért traustur, skilningsríkur einstaklingur sem dæmir ekki, hvort þú sért manneskja til þess að segja frá ofbeldi og biðja um hjálp. Taktu áskoruninni. Vertu upplýst/ur. Nánari upplýsingar um blátt áfram á bláttafram.is eða á facebook https://www.facebook.com/blattafram.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun