Gunnar: Er ekki mikið að spá í bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2012 08:00 Gunnar skellir hér síðasta andstæðingi sínum á Írlandi. Það tók hann ekki langan tíma. Hann fær væntanlega erfiðari andstæðing í Nottingham aðra helgi. mynd/páll bergmann Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson. Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson.
Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu