Óttast að tóbak og vín flæði til landsins eftir ESB-aðild 27. september 2012 08:30 Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í skattamálum, sem birt hefur verið á netinu. Evrópskar reglur segja til um að á milli landa megi flytja tíu lítra af sterku áfengi, tuttugu lítra af styrktu víni, níutíu lítra af léttvíni (þar af sextíu lítra af freyðivíni), 110 lítra af bjór – samtals 230 lítra af áfengi – 800 sígarettur (fjögur karton), 400 smávindla, 200 vindla og heilt kíló af reyktóbaki. Þetta er margfalt það magn sem Íslendingum er nú heimilt að flytja til landsins, eins og flestir þekkja sem ferðast hafa til útlanda. Í samningsafstöðu Íslands segir að vörugjald af áfengi og tóbaki sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð Íslands, og hafi verið um fjögur prósent af heildarskatttekjum ársins 2011. Evrópsku reglurnar mundu „augljóslega leiða til verulegs tekjutaps ríkissjóðs", vegna minni sölu í fríhafnarverslunum og Vínbúðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því er óskað eftir að fá að taka þetta upp í þrepum á fimm árum. Þá er sérstaklega vikið að fríhafnarversluninni í samnings-afstöðunni, en hún er ekki í samræmi við regluverk ESB. Ekki eru gerðar kröfur þar að lútandi, en þó talin ástæða til að tæpa á álitaefnum í sambandi við hana „vegna félagslegra og svæðisbundinna ástæðna". Þar segir að félagið sem rekur fríhafnarverslanirnar hafi margt fólk í vinnu, „einkum konur, sem búa á Suðurnesjum þar sem hlutfall atvinnuleysis er hæst á Íslandi". Afnám gjaldfrjálsrar verslunar mundi ógna rekstri félagsins og starfsöryggi fólks. Þá sé hér rík hefð fyrir gjaldfrjálsri verslun við komu til landsins og afnámið mundi búa til hvata fyrir fólk að flytja inn hámarksmagn áfengis og tóbaks að utan. „Einnig verður að taka tillit til umhverfis- og öryggisjónarmiða þar sem aukið magn af gjaldfrjálsum vörum um borð (aðallega áfengi), getur einungis aukið losun CO² og dregið úr öryggi," segir í skjalinu. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í skattamálum, sem birt hefur verið á netinu. Evrópskar reglur segja til um að á milli landa megi flytja tíu lítra af sterku áfengi, tuttugu lítra af styrktu víni, níutíu lítra af léttvíni (þar af sextíu lítra af freyðivíni), 110 lítra af bjór – samtals 230 lítra af áfengi – 800 sígarettur (fjögur karton), 400 smávindla, 200 vindla og heilt kíló af reyktóbaki. Þetta er margfalt það magn sem Íslendingum er nú heimilt að flytja til landsins, eins og flestir þekkja sem ferðast hafa til útlanda. Í samningsafstöðu Íslands segir að vörugjald af áfengi og tóbaki sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð Íslands, og hafi verið um fjögur prósent af heildarskatttekjum ársins 2011. Evrópsku reglurnar mundu „augljóslega leiða til verulegs tekjutaps ríkissjóðs", vegna minni sölu í fríhafnarverslunum og Vínbúðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því er óskað eftir að fá að taka þetta upp í þrepum á fimm árum. Þá er sérstaklega vikið að fríhafnarversluninni í samnings-afstöðunni, en hún er ekki í samræmi við regluverk ESB. Ekki eru gerðar kröfur þar að lútandi, en þó talin ástæða til að tæpa á álitaefnum í sambandi við hana „vegna félagslegra og svæðisbundinna ástæðna". Þar segir að félagið sem rekur fríhafnarverslanirnar hafi margt fólk í vinnu, „einkum konur, sem búa á Suðurnesjum þar sem hlutfall atvinnuleysis er hæst á Íslandi". Afnám gjaldfrjálsrar verslunar mundi ógna rekstri félagsins og starfsöryggi fólks. Þá sé hér rík hefð fyrir gjaldfrjálsri verslun við komu til landsins og afnámið mundi búa til hvata fyrir fólk að flytja inn hámarksmagn áfengis og tóbaks að utan. „Einnig verður að taka tillit til umhverfis- og öryggisjónarmiða þar sem aukið magn af gjaldfrjálsum vörum um borð (aðallega áfengi), getur einungis aukið losun CO² og dregið úr öryggi," segir í skjalinu. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira