Ja hérna, ólýðræðisleg þjóðaratkvæðagreiðsla! Valgerður Bjarnadóttir skrifar 4. október 2012 06:00 Stundum verð ég orðlaus, ekki oft samt. Það gerðist þó þegar ég heyrði að formaður Sjálfstæðisflokksins teldi þjóðaratkvæðisgreiðsluna 20. október ólýðræðislega. Mér skildist að það væri vegna þess að hann teldi að stjórnarflokkarnir ætluðu að nota niðurstöðurnar til að rökstyðja það sem best hentaði stefnu þeirra. Það var stefna stjórnarflokkanna að efna til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn var andvígur því. Málamiðlun náðist á Alþingi um að skipa stjórnlaganefnd, boða til þjóðfundar og loks halda stjórnlagaþing. Mig minnir að það hafi verið hugmynd stjórnarandstöðunnar að halda þjóðfundinn. Af hverju þessi málamiðlun? Jú, til þess að reyna að vinna það mikilvæga verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er í sem mestu samkomulagi þjóðar og þings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með heildartillögunni. Þeir voru sjálfum sér samkvæmir í því að þiggja eða kannski taka en gefa ekkert til baka. Líklegast er barnaskapur að ergja sig yfir því. Þverskurður fólksins í landinu, 950 manns, mætti á þjóðfundinn. 522 – fimm hundruð tuttugu og tveir – buðu sig fram til stjórnlagaþings. Hæstiréttur komst að þeirri skrýtnu niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hefði verið á þann veg að rétt væri að ógilda kosninguna. Alþingi ákvað að skipa þá fulltrúa sem hlutu kosningu í stjórnlagaráð. Stjórnlagaráð náði samkomulagi um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það hefur Alþingi ekki tekist í gegnum áratugina þrátt fyrir margar stjórnarskrárnefndir. Stjórnlagaráðið byggði á niðurstöðum þjóðfundarins. Nú er fólkið í landinu spurt hvort það vilji að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði byggt á tillögum stjórnlagaráðsins. – Ég fæ ekki séð að það þurfi að túlka niðurstöðu úr þeirri atkvæðagreiðslu. Annaðhvort segir meirihluti þeirra sem taka þátt já eða þeir segja nei. Það er ekki flóknara en það. Ég trúi því að fleiri muni segja já. Sumir stjórnmálamenn og sumir lögfræðingar telja sig eina til þess fallna að gera tillögu að stjórnarskrá. Þeir telja sig hafa einhverja eiginleika sem við hin höfum ekki. Stjórnarskráin er fyrir okkur öll og hún verður best ef hún kemur frá fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stundum verð ég orðlaus, ekki oft samt. Það gerðist þó þegar ég heyrði að formaður Sjálfstæðisflokksins teldi þjóðaratkvæðisgreiðsluna 20. október ólýðræðislega. Mér skildist að það væri vegna þess að hann teldi að stjórnarflokkarnir ætluðu að nota niðurstöðurnar til að rökstyðja það sem best hentaði stefnu þeirra. Það var stefna stjórnarflokkanna að efna til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána. Sjálfstæðisflokkurinn var andvígur því. Málamiðlun náðist á Alþingi um að skipa stjórnlaganefnd, boða til þjóðfundar og loks halda stjórnlagaþing. Mig minnir að það hafi verið hugmynd stjórnarandstöðunnar að halda þjóðfundinn. Af hverju þessi málamiðlun? Jú, til þess að reyna að vinna það mikilvæga verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er í sem mestu samkomulagi þjóðar og þings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með heildartillögunni. Þeir voru sjálfum sér samkvæmir í því að þiggja eða kannski taka en gefa ekkert til baka. Líklegast er barnaskapur að ergja sig yfir því. Þverskurður fólksins í landinu, 950 manns, mætti á þjóðfundinn. 522 – fimm hundruð tuttugu og tveir – buðu sig fram til stjórnlagaþings. Hæstiréttur komst að þeirri skrýtnu niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hefði verið á þann veg að rétt væri að ógilda kosninguna. Alþingi ákvað að skipa þá fulltrúa sem hlutu kosningu í stjórnlagaráð. Stjórnlagaráð náði samkomulagi um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það hefur Alþingi ekki tekist í gegnum áratugina þrátt fyrir margar stjórnarskrárnefndir. Stjórnlagaráðið byggði á niðurstöðum þjóðfundarins. Nú er fólkið í landinu spurt hvort það vilji að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði byggt á tillögum stjórnlagaráðsins. – Ég fæ ekki séð að það þurfi að túlka niðurstöðu úr þeirri atkvæðagreiðslu. Annaðhvort segir meirihluti þeirra sem taka þátt já eða þeir segja nei. Það er ekki flóknara en það. Ég trúi því að fleiri muni segja já. Sumir stjórnmálamenn og sumir lögfræðingar telja sig eina til þess fallna að gera tillögu að stjórnarskrá. Þeir telja sig hafa einhverja eiginleika sem við hin höfum ekki. Stjórnarskráin er fyrir okkur öll og hún verður best ef hún kemur frá fólkinu í landinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun